Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna að nýju
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar munu opna um land á næstu dögum en panta þarf tíma áður en mætt er.
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar munu opna um land á næstu dögum en panta þarf tíma áður en mætt er.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna endurgreiðslna til íþróttafélaga á vef Vinnumálastofnunar en stofnuninni var falið af hálfu félags- og barnamálaráðherra að sjá um framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.
Vinnumálastofnun tekur þátt í Nýsköpunardeginum sem fer fram 21. nóvember. Það eru margir spennandi fyrirlestrar eða Nýsköpunarmolar, þar sem opinberir vinnustaðir segja frá spennandi verkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd á liðnu ári. Vinnumálastofnun ætlar að segja frá Innleiðingu á snjalmenninu Vinný.
Almennt atvinnuleysi var 10,7% í desember og jókst úr 10,6% í nóvember. Atvinnuleysið var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli var svipað í desember og í nóvember eða um 1,4% en fækkaði um 340 frá nóvember.
Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og Háskóli Íslands hafa undirritað með sér þríhliða samstarfssamning til þriggja ára vegna frekari rannsóknar á sviði fæðingarorlofs. Það eru þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, og Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, sem munu stýra rannsókninni sem ber heitið Taka og nýting á fæðingarorlofi.
Framlenging hlutabótaleiðar
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2020 þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum, 94 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.
Vinnumálastofnun verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að upplýsingar um fjölda tilkynntra hópuuppsagna verði framvegis birtar á heimasíðu stofnunarinnar 2. dag hvers mánaðar.
Almennt atvinnuleysi var 10,6% í nóvember sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir(10,8%). Atvinnuleysið var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst.
Alls bárust Vinnumálastofnun 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Þú hefur skoðað 72 fréttir af 153