Betri fjármál - staðnám og fjarnám

Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag. Áhersla er á að öðlast nægilega þekkingu til að geta stýrt fjármálunum af öryggi og geta sett sér raunhæf markmið. Farið verður í uppsetningu á einföldu skipulagi, hvernig hægt er að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin og ýmis verkfæri kynnt til að nýta fjármuni sem best.

  • Staðnámskeið: 12. sept-3. okt, mánudaga kl. 13-15.
  • Fjarnámskeið: 24. okt-3. nóv, mánud og fimmtud kl. 13-15.

Leiðbeinandi: Þóra Valný

Smelltu hér til að skrá þig

Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.

Staðnámskeiðið er kennt í Fjölheimum á SelfossiÚR SKULDUM Í JAFNVÆGI

Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um hvað þarf að tileinka sér í hugsun og hegðun og farið yfir helstu vinnuaðferðir til að ná árangri. Í lok námskeiðs hefur þátttakandi öðlast skilning á eðli fjármálavanda og hvað þarf að gera til að ráða bót á honum. Sumir verða búnir að leysa vandann, aðrir komnir með skýra áætlun sem unnið verður eftir. 

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi

  • Staðnámskeið: 20.-29. september, þriðjud og fimmtudaga kl. 13:00-15:30.

Smelltu hér til að skrá þig 

Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.|FÆRNI, STÖRF OG ÁHUGASVIÐ

FÆRNI, STÖRF OG ÁHUGASVIÐ


Fjallað verður um leiðir til árangurs bæði með tilliti til starfsumhverfis og ánægju í leik og starfi. Eitt af markmiðum kennslunnar er að auka áhugahvöt og sjálfsvitund ásamt því að skapa tækifæri fyrir þátttakendur til að þróa nýja hæfni sem vinnumarkaðurinn kallar eftir.

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi

  • Staðnámskeið: 11. okt - 3. nóv, þriðjud og fimmtud kl. 13:00-14:30


Leiðbeinandi: Thelma Lind Guðmundsd.

Smelltu hér til að skrá þig 

Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.|


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni