Betri fjármál - staðnám og fjarnám
Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag. Áhersla er á að öðlast nægilega þekkingu til að geta stýrt fjármálunum af öryggi og geta sett sér raunhæf markmið. Farið verður í uppsetningu á einföldu skipulagi, hvernig hægt er að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin og ýmis verkfæri kynnt til að nýta fjármuni sem best.
- Staðnámskeið: 12. sept-3. okt, mánudaga kl. 13-15.
- Fjarnámskeið: 24. okt-3. nóv, mánud og fimmtud kl. 13-15.
Leiðbeinandi: Þóra Valný
Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.
Staðnámskeiðið er kennt í Fjölheimum á Selfossi
ÚR SKULDUM Í JAFNVÆGI
Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um hvað þarf að tileinka sér í hugsun og hegðun og farið yfir helstu vinnuaðferðir til að ná árangri. Í lok námskeiðs hefur þátttakandi öðlast skilning á eðli fjármálavanda og hvað þarf að gera til að ráða bót á honum. Sumir verða búnir að leysa vandann, aðrir komnir með skýra áætlun sem unnið verður eftir.
Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi
- Staðnámskeið: 20.-29. september, þriðjud og fimmtudaga kl. 13:00-15:30.
Smelltu hér til að skrá þig
Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.|
FÆRNI, STÖRF OG ÁHUGASVIÐ
FÆRNI, STÖRF OG ÁHUGASVIÐ
Fjallað verður um leiðir til árangurs bæði með tilliti til starfsumhverfis og ánægju í leik og starfi. Eitt af markmiðum kennslunnar er að auka áhugahvöt og sjálfsvitund ásamt því að skapa tækifæri fyrir þátttakendur til að þróa nýja hæfni sem vinnumarkaðurinn kallar eftir.
Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi
- Staðnámskeið: 11. okt - 3. nóv, þriðjud og fimmtud kl. 13:00-14:30
Leiðbeinandi: Thelma Lind Guðmundsd.
Vinnumálastofnun greiðir námskeiðið að fullu.|