Fjölsmiðjan

Atvinnuleitendur hafa kost á að fara í starfsþjálfun hjá Fjölsmiðjunni á Akureyri.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk. Markmiðið er að gera nema Fjölsmiðjunnar hæfari á vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að styrkja félagslega færni og þroska námsgetu. Nemar sem hafa fengið þjálfun hjá Fjölsmiðjunni fara flestir í vinnu á almennum vinnumarkaði eða hefja nám. Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Byggt er á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks.

Hafir þú áhuga á starfsþjálfun hjá Fjölsmiðjunni á Akureyri hvetjum við þig til að senda okkur tölvupóst á netfangið nordurland.eystra@vmst.is og við höfum samband við þig.

Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.  Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.

Nánari upplýsingar um Frumkvæði er hægt að finna hér.

The Directorate of Labour offers the project Initiative to unemployed entrepreneurs. It’s main objective is to support jobseekers in creating their own job opportunity. If you have a business idea, whether it is an innovation and /or development project, a production, or a service, the program allows you to receive guidance and assistance to develop your idea. Participants will assess the market’s demand for their product and/or service and make a business plan to determine the efficiency of their project and whether it can meet the requirements to create employment.  

More information here


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni