Tölvunám á netinu

Vinnumálastofnun Vesturlandi í samstarfi við Tölvunám.is býður atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt upp á tölvunám á netinu og er það atvinnuleitendum að kostnaðarlausu. 

Opinn aðgangur  - þrír mánuðir

Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur. Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013)

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið vesturland@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Ferilskrá

Góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni. Á þessu  námskeiði verður farið yfir helstu atriðin sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferilskrá er gerð og lokið við að útbúa góða ferilskrá fyrir atvinnuleitina.  

Kennslan fer fram í vinnustofu í tveimur hlutum sitt hvorn daginn.

Staðsetning:  Akranes, Borgarnes, Snæfellsbær.

Nánari tímasetningar síðar.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð (HAM)

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM í daglegu lífi). 

Námið er bæði bóklegt og verklegt, kennt í formi fyrirlestra, umræða og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda.  Ýmis verkefni eru unnin í heimanámi til að stuðla að því að þátttakendur tileinki sér aðferðir HAM. 

Námið er samtals 40 klukkustundir og verður kennt tvisvar í viku á dagtíma í streymi á netinu.

Tímabil:  1.febrúar-11.mars 2022.

Nánari upplýsingar um námsefnið:  UPPLEIÐ (frae.is)

Takmarkaður fjöldi þátttakenda er í þessu námskeiði þannig fyrstur kemur - fyrstur fær.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni