Þjónusta við flóttafólk

Koma í þjónustu

Vinnumálastofnun er þáttakandi í samræmdri móttöku flóttamanna. Þar starfa ráðgjafar sem sinna eingöngu þjónustu við flóttamenn. Til að komast í þjónustu þarf tilvísun frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Málstjóri fyllir út tilvísunareyðublað í samráði við einstakling.

Eftir að tilvísun berst tekur einn af ráðgjöfum Vinnumálastofnunar einstaklinginn í þjónustu og kallar viðkomandi í viðtal. Notast er við túlkaþjónustu Language Line þegar þörf er á.

Fyrirspurnir varðandi þjónustu VMST við flóttamenn má senda á flottamenn@vmst.is.


Ertu atvinnurekandi og vilt ráða flóttafólk í vinnu?

Þá skaltu hafa samband við okkur í gegnum netfangið flottamenn@vmst.is og við höfum samband.

Stuðningur í atvinnuleit

Ráðgjafar VMST vinna almennt út frá þeirri hugmyndafræði að flóttamenn þurfi að komast sem fyrst út á íslenskan vinnumarkað til að aðlögun að íslensku samfélagi geti hafist. Það er því lögð rík áhersla á að undirbúa flóttamenn undir vinnumarkaðinn frá því að þeir koma í fyrsta viðtal til ráðgjafa. Jafnframt er lögð áhersla á að einstaklingar skrái sig á íslenskunámskeið og stundi aðra virkni meðan á atvinnuleit stendur.

Ráðgjafar VMST aðstoða m.a. við gerð ferilskrár og leitast við að kynna ráðþega fyrir helstu tólum og svæðum atvinnuleitar á Íslandi.

Nám og námskeið

Hlutverk Vinnumálastofnunar er kemur að þjónustu við flóttafólk hefur víkkað með tilkomu samræmdar móttöku flóttamanna. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stuðning í atvinnuleit, ásamt því að bera ábyrgð á og stýra íslensku- og samfélagsfræðslu til fullorðinna flóttamanna.

Íslenskukennsla er unnin í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og tungumálaskóla og geta flóttamenn skráð sig sjálfir eða með aðstoð ráðgjafa.

Samfélagsfræðsla fyrir fullorðna flóttamenn er gríðarstórt verkefni sem Vinnumálastofnun hefur unnið að ásamt Mími. Á sérstökum kennsluvef má finna efni á sjö tungumálum í sjö efnisflokkum sem hugsað er fyrir 50-60 klst námskeið. Einnig er ítarefni fyrir kennara á læstu svæði. Ráðgjafar VMST aðstoða við skráningu á námskeið í samfélagsfræðslu og önnur virkniúrræði. 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni