Námssamningar

Atvinnuleitendur geta að eigin frumkvæði sótt um heimild til að stunda nám samhliða greiðslum atvinnuleysisbóta. Svo slík heimild yrði veitt þarf námið að vera skilgreint er sem vinnumarkaðsúrræði skv. reglugerð nr. 1223/2015 og ákveðin skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Vegna slíks náms er ýmist gerður námssamningur 1 eða námssamningur 2

Atvinnuleitanda er heimilt að stunda að hámarki 12 ECTS háskólaeiningum á námsönn. Um það ber að tilkynna til Vinnumálastofnunar og er þá gerður námssamningur 3.

Námssamningur 1 veitir atvinnuleitanda möguleika á að stunda nám í eina námsönn (að hámarki þrettán vikur). Umsókn og skipulag námsins þarf að vinna í samráði við ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Um getur t.d. verið að ræða nám við:

 • Grunndeildir iðn og verknáms í framhaldsskólum (sá hluti námsins sem ekki er lánshæfur)
 • Menntastoðir (undirbúningsnám fyrir háskólanám)
 • Skrifstofubraut MK; matvælabraut MK
 • Námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á vegum símenntunarmiðstöðva, s.s. skrifstofubraut
 • Frumgreinanám á háskólastigi sá hluti námsins sem ekki er lánshæfur.
 • Ekki er gerður samningur um Háskólabrú þar sem það er lánshæft nám. 

Skilyrði fyrir gerð námssamnings 1 eru eftirtalin:

 • Atvinnuleitandi skal hafa verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. tólf mánuði eftir atvinnumissi áður en hann óskar eftir samningi.
 • Að það sé mat ráðgjafa að ekki sé líklegt að viðkomandi atvinnuleitanda verði boðið starf á gildistíma samningsins.
 • Að námið sé viðurkennt sem vinnumarkaðsúrræði, sbr. reglugerð nr. 1223/2015.
 • Skilyrði er að námið kunni að nýtast atvinnuleitandanum við atvinnuleit að námi loknu að mati ráðgjafa.
 • Skilyrði er að námið sé ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, hvort sem um er að ræða dag eða kvöldskóla eða fjarnám.
 • Gildistími hvers námssamnings getur að hámarki verið ein námsönn. Ekki er hægt að fá námssamning 1 framlengdan.

Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að stunda námið/námskeiðið og skal hann fullnægja skilyrðum um mætingu og ástundun. Auk þess ber viðkomandi atvinnuleitanda að vera í reglulegum samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á meðan námi stendur.

Námssamningur 2 veitir atvinnuleitanda möguleika á að stunda nám í eina námsönn (að hámarki þrettán vikur). Umsókn og skipulag námsins þarf að vinna í samráði við ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Um getur t.d. verið að ræða nám við:

Námskeið sem haldin eru á vegum Símenntunarmiðstöðva, fræðslustofnana atvinnulífsins og annarra viðurkenndra námskeiðshaldara s.s.

 • Grunnmenntaskólinn
 • Landnemaskólinn
 • Aftur í nám (lesblindunámskeið)

Námskeið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Námskeið á vegum endurmenntunarstofnana á háskólastigi. (þó ekki meira en 10 ECTS)

Önnur námskeið sem eru líkleg til að styrkja fólk á vinnumarkaði að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar t.d.

Námskeið á vegum starfsendurhæfingamiðstöðva s.s. Hringsjá. Þá er gerður samningur um atvinnutengda endurhæfingu

Skilyrði fyrir gerð námssamnings 2 eru eftirtalin:

 • Að atvinnuleitandi hafi verið þáttakandi á innlendum vinnumarkaði síðustu tólf mánuði áður en hann óskar eftir námssamningi. Heimilt er að líta til þess tímabils sem atvinnuleitandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur.
 • Að atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður atvinnulaus hjá stofnuninni í a.m.k. 3 mánuði eftir atvinnumissinn áður en hann óskar eftir námssamningi.
 • Að það sé mat ráðgjafa að ekki sé líklegt að viðkomandi atvinnuleitanda verði boðið starf á gildistíma samningsins.
 • Að námið sé viðurkennt sem vinnumarkaðsúrræði, sbr. reglugerð nr. 1223/2015.
 • Skilyrði er að námið kunni að nýtast atvinnuleitandanum við atvinnuleit að námi loknu að mati ráðgjafa.
 • Skilyrði er að námið sé ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, hvort sem um er að ræða dag eða kvöld eða fjarnám.
 • Gildistími hvers námssamnings getur að hámarki verið ein námsönn. Hægt er að óska eftir framlengingu námssamnings ef sýnt er fram á viðunandi námsárangur.

Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að stunda námið/námskeiðið og skal hann fullnægja skilyrðum um mætingu og ástundun. Auk þess ber viðkomandi atvinnuleitanda að vera í reglulegum samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á meðan námi stendur. Þá ber atvinnuleitanda að vera í virkri atvinnuleit á meðan námi stendur.

Smelltu hét til að nálgast  umsókn um námssamning,  Atvinnuleitandi skal bóka viðtal hjá ráðgjafa á næstu þjónustuskrifstofu til þess að ræða val á starfstengdu námi eftir að færni hans og staða hefur verið metin. Þegar val á námi liggur fyrir fyllir atvinnuleitandi út umsókn um námssamning sem hann leggur fram ásamt námslýsingu frá skóla/námskeiðshaldara. Umsóknin er lögð fyrir matsfund og ef umsókn er samþykkt þá er atvinnuleitandi kallaður í viðtal hjá ráðgjafa til þess að skrifa undir námssamning 2. Áður en samningur er undirritaður skal liggja fyrir staðfesting frá skóla/námskeiðshaldara um skólavist og fjölda eininga.  

Heimilt er að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 12 ECTS háskólaeiningum á námsönn hvort sem um er að ræða nám í háskólum eða á vegum endurmenntunarstofnana háskólastigsins. Atvinnuleitandi skal vera í virkri atvinnuleit samhliða námi og upplýsa Vinnumálastofnun um námið.

Við sérstakar aðstæður getur Vinnumálastofnun veitt heimild til náms sem nemur allt að 20 ECTS háskólaeiningum. Er þá gerður námssamningur 3 við atvinnuleitanda.

Skilyrði fyrir slíkri undanþágu:

 • Námið sé ekki lánshæft
 • Námið nýtist hinum tryggða beint við atvinnuleit
 • Að sérstakar aðstæður séu uppi að mati Vinnumálastofnunar
 • Leggja þarf fram staðfestingu frá skóla um einingafjölda
 • Atvinnuleysisbætur skerðast í samræmi við umfang náms. Sjá meðfylgjandi töflu.
 • Heimilt er að stunda nám með skerðingu í eina önn með möguleika á framlengingu í aðra önn og verða þá að liggja fyrir gild rök, svo sem að ljúka námi.
 • Skerðingin tekur gildi frá þeim degi sem nám hefst og þar til atvinnuleitandi skilar staðfestingu um námslok.
 • Atvinnuleitandi ber ábyrgð á að tilkynna um námslok svo að skerðingu ljúki.
 • Heimilt er að stunda nám með skerðingu í eina önn með möguleika á framlengingu í aðra önn og verða þá að liggja fyrir gild rök, svo sem að ljúka námi.
 • Skerðingin tekur gildi frá þeim degi sem nám hefst og þar til atvinnuleitandi skilar staðfestingu um námslok.
 • Atvinnuleitandi ber ábyrgð á að tilkynna um námslok svo að skerðingu ljúki.

ECTS-einingar Skerðingarhlutfall

13

43

14

47

15

50

16

53

17

56

18

60

19

63

20

66

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni