Námskeið

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun og hefur áhuga á að þróa hæfni þína og auka möguleika þína á vinnumarkaði með þátttöku í námi þá stendur þér til boða þátttaka í margvíslegum námskeiðum þér að kostnaðarlausu. Til að ræða stefnu í námi og starfi stendur atvinnuleitendum til boða þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Ráðgjöfin hvetur einnig til virkrar þátttöku í uppbyggingu á eigin hæfni og hvernig má mæta breyttum aðstæðum.

Námskeiðin sem eru í boði eru fyrir þá atvinnuleitendur sem eru með samþykkta umsókn. Rétt er að benda á að þátttaka ræður hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeið fari af stað.

Athugið að það er takmarkaður fjöldi sem kemst að á hverju námskeiði. Þegar tilskyldum fjölda er náð fá allir sem hafa skráð sig sms og tölvupóst um að mæta á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar til að skrifa undir bókunarblað vegna námskeiðsins. Þeir sem ekki mæta missa réttinn til þátttöku í umræddu námskeiði.

Ef atvinnuleitandi velur að sækja eitt af eftirtölum valnámskeiðum sem greitt er fyrir að fullu á hann ekki rétt á frekari námsstyrk á þeirri önn

Námskeið Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu

Námskeið Vinnumálastofnunar á Vesturlandi

Námskeið Suðurlandi

Námskeið Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra

Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra

Námskeið Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu