Afgreiðsla og Þjónusta - Söludeild í ferðaþjónustu

Starf nr. KM170412-05

Skráð á vefinn 12.04.2017

 

Í boði er 100% starf:

í 6 mánuði (byrjun maí - lok október) eða Sumarstarf (frá miðjum maí/júní- lok ágúst).

Starfið er dagvinna og unnið er aðra hvora helgi - Opnunartími er frá kl. 9:00 til kl. 17:00 og er vinnutíminn annað hvort kl 8:30-17:00 eða 9:00-17:30.

 

Helstu Verkefni:

 • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini sem flest allir eru erlendir ferðamenn
 • Vera andlit fyrirtækis
 • Samantekt og afgreiðsla pantana
 • Leigja út búnað til ferðamanna
 • Upplýsingagjöf til ferðamanna
 • Færsla nýrra bókanna í tölvukerfið okkar
 • Önnur tilfallandi störf sem tengjast þjónustu við viðskiptavini

 

Menntunar- og Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
 • Reynsla af sölu og/eða ferðamálum eru kostur
 • Góð framkoma og þjónustulund
 • Góð enskukunnátta í skrif- og talmáli, auk annara tungumála (spænska,franska, o.s.frv.) er góður kostur
 • Góð þekking á Íslandi
 • Yfirsýn og skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Að vinna vel undir álagi
 • Eldmóður, vinnusemi, stundvísi, jákvæði og samvinna eru mikilvægir kostir

 

Um okkur:

Við, hjá Iceland-Camping-Equipment, leggjum okkur öll fram í að veita sem besta þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar á markaðnum en það var stofnað árið 2011 og er staðsett í miðbæ Reykjavíkur með skrifstofur sínar og verkstæði.

Við bjóðum upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi þar sem þjónustuandi og skilvirk samskipti við erlenda gesti eru hæst á baugi og því einstök reynsla fyrir þá sem stefna á slíkt í framtíðinni.

 

Umsóknir berist til: info@iceland-camping-equipment.com: merkt Söludeild

Frekari upplýsingar um starfið eru veittar í síma: 647 0569

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál

 

Umsóknarfrestur er til og með 30/04/17.

Stöðugildi

1

Starfshlutfall

0%

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu