Akureyrarkaupstaður

SUMARSTÖRF - BÚSETUSVIÐ

Starf nr. IÖH170518-01

Skráð á vefinn 17.05.2017

Akureyrarbær Búsetusvið

 

Búsetusvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða starfsmenn til sumarafleysinga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Okkur vantar sumarafleysingafólk í gefandi og krefjandi störf sem miða að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og auka lífsgæði þess. Starfsfólk okkar sinnir ólíkum einstaklingum í fjölbreyttu og skemmtilegu umhverfi.

 

·       Við aðstoðum eldri borgara og öryrkja við heimilishald og ýmsar athafnir daglegs lífs.

·       Við styðjum fatlað fólk til að lifa sem eðlilegustu lífi. Vinnustaðir eru íbúðakjarnar, íbúðir með þjónustu eða sambýli.

·       Við vinnum á áfangaheimili með fólki með geðröskun þar sem veitt er leiðsögn og þjálfun.

·       Við styðjum fötluð börn og ungmenni sem þurfa tímabundna dvöl í skammtímavistun.

·       Við vinnum í sumarvistun með fötluðum börnum og aðstoðum þau til að njóta menningar- tómstunda- og félagslífs.

 

Búsetusvið Akureyrar vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og þjónandi leiðsagnar. Unnið er bæði í dagvinnu og á vöktum. Boðið er upp á störf frá júní til ágúst og einnig störf hluta sumars þá sérstaklega í júlí og ágúst.

 

 

Hæfniskröfur:

  • Við viljum fá starfsmenn sem hafa hæfileika til og áhuga á að starfa með fólki og sýnt hefur lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
  • Skilyrði eru stundvísi, sveigjanleiki, samviskusemi, góðvild, gagnkvæm virðing og jákvætt viðhorf til fólks.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur og þarf að koma fram í umsókn.
  • Umsækjandi þarf að geta unnið undir álagi, ásamt því að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir.

·         Starfið getur verið líkamlegt erfitt og krefst því góðs líkamlegs atgervis.

  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið en vegna hlutlægra þátta, sem tengjast störfum á nokkrum starfsstöðvum, í samræmi við 26. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, gæti í þeim tilvikum þurft að ráða einungis karla eða einungis konur.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einingar-Iðju.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 frá kl. 11:00 til 16:00 virka daga.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/akureyri/storf-i-bodi/laus-storf/view/00002552

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2017

Umsóknarfrestur er til og með 29/05/17.

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: kolbeinn@akureyri.is

Stöðugildi

3

Starfshlutfall

0%

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu