Kópavogsbær

Skólaliði

Starf nr. AS171113-01

Skráð á vefinn 10.11.2017

Snælandsskóli óskar eftir skólaliða og frístundaleiðbeinanda

Snælandsskóli v/Víðigrund er heildstæður grunnskóli með um 430 nemendur. Einkunnarorð skólans eru viska - virðing - víðsýni og vinsemd.

Ráðningartími og starfshlutafall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.  Starfshlutföll eru 50% starf fyrir hádegi við ræstingu, mötuneyti og umönnun nemenda og 50% starf eftir hádegi á frístundaheimili skólans.

Hæfniskröfur

·         Stúdentspróf eða sambærileg menntun

·         Uppeldismenntun er æskileg

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla og áhugi á að starfa með börnum

·         Æskilegt er að viðkomandi sé kunnugur íslensku skólakerfi og starfi frístundaheimila.

·         Góð færni í íslensku talmáli

·         Hreint sakavottorð gagnvart ofbeldis- og kynferðisbrotum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga, Starfsmannafélags Kópavogsbæjar og Eflingar.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2017.

Upplýsingar gefur Magnea Einarsdóttir, skólastjóri mein@kopavogur.is í síma +354 4414200 og +354 6980828.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is/is/stjornsysla/skipulag/laus-storf/almenn-storf

Umsóknarfrestur er til og með 27/11/17.

Stöðugildi

1

Starfshlutfall

100%

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu