Samskip hf.

Starfsmaður í frystigeymslu / Cold storage worker

Samskip hf., kt. 440986-1539, óskar eftir líkamlega hraustum starfsmanni í frystigeymslu í vöruhúsi okkar í Kjalarvogi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
· Flokkun og burður á þungum kössum.
· Skönnun og vigtun á sendingum.
· Almenn þrif á frystigeymslu.
· Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfnikröfur:
· Geta til þess að vinna undir álagi og við erfið vinnuskilyrði (líkamlega krefjandi starf í allt að -24°C).
· Bílpróf og lyftararéttindi skilyrði.
· Þriggja ára reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði.
· Eins árs reynsla af vinnu á lyftara með allt að 10T lyftigetu er æskileg.
· Geta og vilji til þess að vinna um helgar eftir þörfum.
· Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund.
· Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska.
· Mjög góð íslensku- eða enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
· Góð samskiptahæfni og framkoma.
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
· Úrlausnargóður einstaklingur.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um.
Mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
Starfskjör eru skv. gildandi kjarasamningi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Júlíana Einarsdóttir, í netfangið juliana.einarsdottir@samskip.com.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk.

Please apply by filling in an online application here: https://form.vinnumalastofnun.is/eures/ and put "230314-06" in the field for employer.
Last application date is April 30, 2023.

Umsóknarfrestur

30.04.2023

Starf nr.: 230314-06

Skráð á vefinn: 14.03.2023

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni