Íslandspóstur ohf.
Bílstjóri
Pósturinn óskar eftir bílstjóra í fullt starf á Húsavík.
Starfið felur í sér akstur á Vopnafjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker ásamt því að sinna tilfallandi verkefnum.
Vinnutíminn er frá kl. 07:30 til 15:30, alla virka daga.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 12. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur
-Bílpróf
-Reynsla af langakstri í krefjandi aðstæðum er kostur
-Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
-Íslensku- eða enskukunnátta er kostur
-Grunn tölvukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Traustason, rekstrarstjóri, í tölvupósti - runart@postur.is.
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.
Umsóknarfrestur
09.08.2024
Starf nr.: 240724-01
Skráð á vefinn: 24.07.2024
Stöðugildi: 1
Starfshlutfall: 100%