FEMALE – fyrir frumkvöðlakonur

 

Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu Female, sem snýst um að efla hæfni og færni frumkvöðlakvenna sem nýlega hafa stofnað fyrirtæki.
Samstarfsaðilar eru 6 talsins, og koma frá Bretlandi, Spáni, Litháen og Ítalíu, en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.

Verkefnið er í nokkrum þáttum, fyrst má nefna GO4IT vinnustofuna, sem haldin verður á Íslandi, Spáni, Litháen og í Bretlandi, en þar fá konur fræðslu í markaðssetningu, vöruþróun, fjármálum, útflutningi og samfélagsmiðlum. Einnig verður hugað að markmiðasetningu og sjálfseflingu, og verða þátttakendur í samskiptum í gegnum þjálfunarhringi, bæði hérlendi og erlendis.
Sækja þarf sérstaklega um þátttöku í vinnustofunni á heimasíðunni, en forsenda þátttöku er að viðkomandi hafi stofnað fyrir tæki á síðustu 1-3 árum.

Á heimasíðu verkefnsins er hægt að skrá sig í tengslanet kvenna í Evrópu, og þar með tengjast öðrum frumkvöðlakonum.  Á samfélagsnetinu er hægt að taka þátt í hópastarfi af ýmsum toga, stofna sína eigin hópa og deila myndum og myndböndum. Markmiðið með samfélagsnetinu er að auka tengsl milli kvenna í Evrópu, og gefa þeim kost á að efla viðskiptasambönd sín.

Þar verður einnig hægt að nálgast handbók fyrir frumkvöðlakonur með hagnýtum upplýsingum fyrir konur í fyrirtækjarekstri.

Heimasíða verkefnisins er
www.femaleproject.eu og hvetjum við konur til að skrá sig þar til leiks.

Alþjóðlegur dagur frumkvöðlakvenna

Þar sem 19.nóvember er sérstaklega helgaður frumkvöðlakonum hefur Female teymið á Íslandi skipulagt viðburð fyrir konur, þar sem verkefnið er kynnt frekar.  Einnig mun frumkvöðulinn Fida Abu Libdeh kynna fyrirtækið sitt,  Geosilica og deilir reynslu sinni af því að fá hugmynd og koma henni í framkvæmd.  Fjölmiðlakonan Sirrý verður með fyrirlestur um tengslanet og samskiptafærni og konur ræða saman um málefni sem á þeim brenna.  
Boðið verður upp á léttar veitingar og nokkrar tónlistarkonur munu koma í heimsókn og skemmta okkur.    
Viðburðurinn er tilvalinn til að efla tengslanetið, hittast og kynnast,  fagna deginum og eiga notalega samverustund.

Meðfylgjandi er dagskrá á viðburðinn, sem verður haldinn í Hannesarholti þann 19.nóvember kl.16.00-18.00

Sláðu í gegn ….og gerðu það bara !

Vinnumálastofnun, Female, Atvinnumál kvenna og  Svanni kynna !

Í tilefni af  alþjóðlegum degi frumkvöðlakvenna þann 19.nóvember bjóðum  við til dagskrár í Hannesarholti kl. 16.00-18.00.

Dagskrá:

Gestir boðnir velkomnir og hugmyndabókin afhent

Tónlist  - Gospellurnar  

Evrópuverkefnið FEMALE -  Að efla frumkvöðlakonur með fræðslu og hvatningu 

Frá hugmynd að veruleika  –  Fida Abu Libdeh frá Geosilica segir frá fyrirtækinu Geosilica  

Tónlist  – Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir úr hljómsveitinni Hinemoa

,,Margfaldaðu möguleika þína"  Fjölmiðlakonan Sirrý ræðir um samskiptafærni og tengslanet.   

Fjörlegar umræður frumkvöðlakvenna         

Tónlist  –  Jóhanna V. Þórhallsdóttir

Léttar veitingar   

Húsið opnar kl. 15.30

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn – smelltu hér https://www.eventbrite.com/e/aljolegur-dagur-frumkvolakvenna-geru-a-bara-tickets-14065206411

Athugið -  takmarkaður sætafjöldi

 

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu