Fréttir 2018

Skráð atvinnuleysi í júní var 2,1%

Skráð atvinnuleysi í júní var 2,1% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá maí.
Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum frá júní í fyrra (2017) um 583 einstaklinga
en þá mældist skráð atvinnuleysi 1,8%.

Lesa meira

Sumarlokanir hjá Vinnumálastofnun

Sumarlokanir verða á eftirtöldum þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í sumar: 

Lesa meira

Hópuppsagnir í júní

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní þar sem 29 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Uppsagnirnar taka gildi í ágúst 2018.

Lesa meira

Breytingar á lögum um útsenda starfsmenn, starfsmannaleigur o.fl.

Þann 8. júní sl. samþykki Alþingi breytingar á lögum um útsenda starfsmenn, lögum um starfsmannaleigur, lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um vinnustaðaskírteini (Lög nr. 75/2008). Breytingin er liður í því að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/67/ESB vegna útsendra starfsmanna, að tryggja réttindi erlendra starfsmanna sem starfa hér á landi fyrir erlend þjónustufyrirtæki og starfsmannaleigur og að veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar heimildir til að stofnunin geti sinnt eftirliti sínu með framangreindum lögum.

Lesa meira

Mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði

Sérfræðingahópur með fulltrúum Vinnumálastofnunar, ASÍ, SA og Hagstofunnar hefur haft forgöngu um það síðustu misseri að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi við gerð færni- og mannaflaspár fyrir íslenskan vinnumarkað. Á blaðamannafundi í gær kynnti sérfræðingahópurinn niðurstöður skýrslunnar, auk þess sem sérfræðingur Hagfræðistofnunar kynnti niðurstöður ítarlegrar greiningar á gögnum um störf á vinnumarkaði og menntun vinnuaflsins.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2%

Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá apríl. Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum frá maí í fyrra (2017) um 494 einstaklingaen þá mældist atvinnuleysið 1,9%.

Lesa meira

Sumarlokun á skrifstofu Vinnumálastofnunar á norðurlandi vestra

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á norðurlandi vestra verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 13.júní til 26 júní.  

Lesa meira

Sameiginleg réttindi í EES- ríkjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun láta þess getið að almannatryggingaákvæði EES-samningsins taka aðeins til nánar tiltekinna lögbundinna bóta almannatrygginga en ekki til félagslegrar aðstoðar eða stuðnings.

Lesa meira

Hópuppsagnir í maí 2018

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí þar sem 89 starfsmönnum var sagt upp störfum, þar af 67 í fiskvinnslu á Suðurlandi og Vestfjörðum og 22 við sérfræðilega, vísindalega og tæknilega starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu júlí til september 2018.

Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur Vinnumálastofnunar

Ársfundur Vinnumálastofnunar var haldinn fimmtudaginn 24. maí sl. Framtíðarfærnispár og þróun vinnumarkaðar var yfirheiti fundarins. Fundurinn hófst á ávarpi aðstoðarmanns ráðherra, Sóleyjar Ragnarsdóttur, í forföllum ráðherra og að því loknu fór Gissur Pétursson forstjóri yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2017.

Lesa meira

Tenglar

Skrá mig á námskeið í ferilskrárgerð

Ferilskrárgerð

Nokkur góð ráð í

Atvinnuleitinni
 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu