Mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði

Sérfræðingahópur með fulltrúum Vinnumálastofnunar, ASÍ, SA og Hagstofunnar hefur haft forgöngu um það síðustu misseri að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi við gerð færni- og mannaflaspár fyrir íslenskan vinnumarkað. Á blaðamannafundi í gær kynnti sérfræðingahópurinn niðurstöður skýrslunnar, auk þess sem sérfræðingur Hagfræðistofnunar kynnti niðurstöður ítarlegrar greiningar á gögnum um störf á vinnumarkaði og menntun vinnuaflsins.

Skýrslu sérfræðingahópsins má nálgast hér 

Skýrsla Hagfræðistofnunar má nálgast hér. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra þakkaði sérfræðingahópnum og sérfræðingum Hagfræðistofnunar fyrir góða vinnu og ítrekaði mikilvægi þess að fyrir liggi hvaða menntunar, færni og þekkingar sé þörf fyrir á vinnumarkaðinum á hverjum tíma.

Sjá nánar frétt um málið á vef velferðarráðuneytisins.

Sjá einnig ágæta samantekt um málið á Kjarnanum

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu