Viltu taka þátt í að bjóða upp á tómstundastarf í sumar fyrir börn  á flótta sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ?

Vinnumálastofnun auglýsir eftir aðilum til að taka að sér að vera með fjölbreytileg tómstundarúrræði fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og eru búsett í Reykjanesbæ.

 

Nánar um verkefnið

Vinnumálastofnun þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í dag eru 90 börn  staðsett í Reykjanesbæ sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Vinnumálastofnun leggur áherslu á að þjónustu börnin og koma til móts við þarfir þeirra. Liður í því er að bjóða þessum börnum  upp á tómstundastarf í sumar til þess að sporna við félagslegri einangrun og styrkja börnin í leik og starfi.

Aldur barna:

Um er að ræða börrn á grunnskólastigi, þ.e. frá 6-16 ára.
Gert er ráð fyrir að námskeiðin verði aldursskipt þannig að námskeiðin taki mið af aldri barnanna. 

Nánar um tómstundaúrræðin:

  • Námskeiðin fara fram á tímabílinu 01. júní - 31. ágúst.
  • Lengd námskeiða er frjálst en aldrei skemur en ein vika.
  • Námskeiðin geta verið hálfan eða heilan dag á tímabilinu 09:00-16:00
  • Námskeiðin verða haldinn í Reykjanesbæ – nánar tiltekið í Officera klúbbnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Reynsla af tómstundarstarfi með börnum og unglinga

Reynsla af námskeiðshaldi fyrir börn og unglinga

Íslenska og enska

Spænska/arabíska kostur en ekki krafa.

Hreint sakarvottorð*

*Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2. gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs.

Umsóknarfrestur: 01.05. 2023

Nánari upplýsingar veitir:

Íris Halla Guðmundsdóttir
Deildarstjóri Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd. 
Netfang:  iris.h.gudmundsdottir@vmst.is

 

Skila inn umsókn

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni