Bótaréttur námsmanna samhliða námi
Nr. 22 - 2003

Úrskurður

 

Þann 7. apríl 2003 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 22/2003.

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

Málsatvik eru þau að út­hlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta nr. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið ákvað á fundi sínum þann 18. febrúar 2003, að hafna umsókn B um atvinnuleysisbætur. Í bréfi úthlutunarnefndar til B dags. 19. febrúar s.l. er vísað þess að B sé nemandi í Háskóla Íslands.  Í 5. gr. reglugerðar um greiðsluatvinnuleysisbóta nr. 545/1997 segi m.a. að námsmenn eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum samhliða námi sem stundað er á venjulegum dagvinnutíma.

 

2.

B kærði framangreinda ákvörðun til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 21. mars 2003.  Í kæru hans segist hann vera í námi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og námið fari að mestu fram utan dagvinnutíma eða um 90%.  Hann segir að allir sem þann þekki til í þessu námi séu í vinnu samhliða náminu.   Á markaðinum ríki samningafrelsi og hægt sé að semja um þann vinnutíma sem henti.  Hann telur synjun umsóknar sinnar vera mikið óréttlæti.  

 

3.

Samkvæmt upplýsingum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands er B skráður í rekstrar- og viðskiptanám hjá stofnuninni.  Námið tekur þrjár annir og er alls 18 einingar eða 6 einingar á önn.  Fullt nám við Háskóla Íslands er 15 einingar.  Miðað er við 8-12 klst. kennslu vikulega og heimavinna er áætluð 25-30 klst. á viku.  Samkvæmt stundaskrá fer kennslan fram alla þriðjudaga kl. 16-20, laugardaga kl. 9-13 auk þess sem kennt er nokkra föstudaga kl. 14-18.

 

Niður­staða

 

1.

Í 5. gr. reglugerðar um greiðslu atvinnuleysisbóta nr. 545/1997 er kveðið á um að námsmenn eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum samhliða námi sem stundað er á venjulegum dagvinnutíma, nema annað leiði af samningi um starfsleitaráætlun, sbr. 15. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir.

 

            Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir í máli þessu er kærandi í námi í rekstrar- og viðskiptafræði við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.  Kennslan fer að einungis að smávægilegum hluta til fram á dagvinnutíma.  Að mati úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta eru því ekki lagaskilyrði til að synja greiðslu ativnnuleysisbóta samfara námi kæranda.  Er ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysis­bóta nr. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið um synjun á umsókn hans um atvinnuleysisbætur því felld úr gildi.

 

 

Úr­skurðar­orð:

 

Ákvörðun út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta nr. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið frá 18. febrúar 2003 um synjun á umsókn B um atvinnuleysisbætir er felld úr gildi.

 

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Frið­jón Guðröðarson

for­maður

 

Árni Benedikts­son                                 Benedikt Davíðs­son

 

 

 

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni