Davis lesblindunámskeið

Davis lesblinduleiðrétting sem er um 30 klst langt er einstaklingsnámskeið. Það hentar einstaklingum sem glíma við lesblindu, skrifblindu, stærðfræðiblindu ADD og ADHD og eða sértæka námserfiðleika.

Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir þá erfiðleika sem nemandinn glímir við og hann lærir æfingar og aðferðir sem nýtast t.d. til að ná fullri athygli, slökun, jafnvægi, og aukinni lestrarfærni. Mikil áhersla er lögð á að efla orðaforða, sjálfstraust og færni. Námskeiðið er að mestu verklegt og mikil áhersla er lögð á þrívíða vinnu. Það hefur reynst öflugt tæki til að auka námsfærni og trú á eigin getu.  Öll námsgögn eru innifalin í verði námskeiðsins ásamt eftirfylgni þar sem nemandi gefst kostur á að mæta einu sinni í viku í áframhaldandi vinnu með leiðbeinanda. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Kennari  á námskeiðum  er Gígja Baldursdóttir  sérkennari og viðurkenndur Davis® – lesblinduráðgjafi. Fagþjónustu undir nafni Davis®; Davis® lesblinduleiðréttingu, Davis® táknmeistrun, Davis® athyglisþjálfun, og Davis® stærðfræðimeistrun, mega þeir einir veita sem lokið hafa þjálfun og fengið leyfisbréf  Davis Dyslexia Association International. http://www.dyslexia.com/

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni