Önnur starfstengd námskeið

Vinnuvélanámskeið

Námskeiðið gefur réttindi til prófs á allar gerðir vinnuvéla, samanber reglugerð Vinnueftirlits ríkisins. Hvert námskeið er 3 helgar og er hver helgi um sig sjálfstæð eining (stig 1, stig 2 og stig 3). Þátttakendur verða að hafa ökuréttindi á bifreið fyrir verklegt nám.

Verkleg próf á vinnuvélar eru ekki innifalin í námskeiðinu. Próftaka fer fram hvar sem er á landinu og eftirlitsmenn frá Vinnueftirliti ríkisins annast framkvæmd þess. Rétturinn til próftöku fyrnist ekki. Einnig er hægt að bæta í skírteinið síðar meir eftir þörfum. Best er þó að gera þetta eins fljótt og aðstæður leyfa.

Námskeiðið er 70 stundir

Umsjón: Öku- og vinnuvélaskólinn

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

 

Grunnám í bókhaldi hjá NTV

Námsþættir

Verslunarreikningur

Excel

Bókhald í Excel

Tölvubókhald

114 kennslustundir

Tíðni 3x viku

Tímalengd 6 vikur

Almenn lýsing:

Eftir námskeiðið eiga nemendur að vera færir um að sinna léttum bókhaldsstörfum sem samanstanda af dagbókarfærslum, banka afstemmningum og virðisaukauppgjöri. Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Hagnýtt bókhald 1 og 2

Námskeiðið samanstendur af bókhaldsgrunni og bókaranámi fyrir lengra komna og spannar allt það sem fólk þarf að læra til að geta starfað við bókhald.
Helstu viðfangsefni eru Excel, verslunarreikningur, fjárhagsbókhald, VSK uppgjör, leiðréttingarskýrslur,  launabókhald, launamiðar og launaframtöl. Afstemmingar, fyrningar og skil á bókhaldi til endurskoðenda. Uppsetning rekstrar og efnahagsreikninga og lestur ársreikninga. Þátttakendur læra að vinna með tölvubókhaldsforritið Navision. Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með raunhæfum verkefnum sem nemendur leysa undir leiðsögn kennara. 
Jafnframt er námið góður undirbúningur fyrir þá sem vilja ná sér í prófgráðuna „Viðurkenndur bókari“.
Námskeiðið er 150 kennslustundir
Umsjón: Promennt
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

   

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni