Skrifstofu- og bókhaldsnámskeið

Hagnýtt bókhald 1 og 2

Námskeiðið samanstendur af bókhaldsgrunni og bókaranámi fyrir lengra komna og spannar allt það sem fólk þarf að læra til að geta starfað við bókhald.

Helstu viðfangsefni eru Excel, verslunarreikningur, fjárhagsbókhald, VSK uppgjör, leiðréttingarskýrslur,  launabókhald, launamiðar og launaframtöl. Afstemmingar, fyrningar og skil á bókhaldi til endurskoðenda. Uppsetning rekstrar og efnahagsreikninga og lestur ársreikninga. Þátttakendur læra að vinna með tölvubókhaldsforritið Navision. Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með raunhæfum verkefnum sem nemendur leysa undir leiðsögn kennara. 

Jafnframt er námið góður undirbúningur fyrir þá sem vilja ná sér í prófgráðuna „Viðurkenndur bókari“.

Námskeiðið er 150 kennslustundir

Umsjón: Promennt

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

þátttakanda.

   

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni