Starfsleitar- og hvatningarnámskeið

Færni Ferill Framkoma

Á námskeiðinu er fjallað um markvissar leiðir og hagnýt atriði til að koma sér á framfæri á vinnumarkaði.
Markmiðið er að þátttakendur verði öruggari í atvinnuleit og auki þannig líkur á að hún beri árangur.
Áhersla er lögð á að efla færni og virkni þátttakenda og nauðsyn þess að þekkja eigin styrkleika, áhugasvið og hæfni. Hver og einn mun búa til vandaða og greinargóða ferilskrá undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa sem gagnast mun í atvinnuleit og einnig verður farið í gagnleg atriði kynningarbréfs. Í kjölfarið verður farið yfir mikilvæg atriði atvinnuviðtals og fá þátttakendur þjálfun fyrir viðtöl í formi æfinga.
Færni í samskiptum, framkoma einstaklinga, árangursrík liðsheild og hvar tækifæri atvinnuleitar liggja verða í brennidepli á þessu námskeiði.
Fagfólk á hverju sviði mun leiðbeina og þjálfa þátttakendur.
Námskeiðið er 12 klst – þrír morgnar frá 9 til 13.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Framvegis fer með umsjón námskeiðsins. 

Færniþættir á 21. öldinni. Námskeið ætlað háskólamenntuðum

Námskeiðið er ætlað háskólamenntuðum og verður fjallað um styrkleika, samskiptafærni og samvinnu. Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu. Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni. Þátttakendur ræða hvaða lykilfærniþáttum þeir búa yfir og hvernig þeir geta aukið gildi sitt sem starfsmenn með því að efla tiltekna færniþætti í eigin fari. Farið er yfir mikilvægi þess að mæta breytingum með jákvæðum hug og helstu leiðir til þess. Einnig er farið ítarlega í undirbúning fyrir atvinnuviðtöl, markmiðssetningu, leiðir til að gera atvinnuleitina árangursríkari og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér á atvinnuleitartímabili.

Námskeiðið er 17,5 klst.

Umsjón:  Sigríður Hulda Jónsdóttir

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  

Í leit að nýju starfi

Á námskeiðinu er atvinnuleit skoðuð á nýjum og breiðari grunni en almennt gerist. Námskeiðið vekur fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar, fjölskyldunnar, lífsins sjálfs og mikilvægi þess að lifa hamingjusamari í nútímanum en festast ekki í hinu liðna. Þekkingaröflun á að vera gefandi og skemmtileg og því er þetta námskeið byggt upp á dæmisögum, myndskeiðum og opnum og frjálslegum umræðum þar sem allar skoðanir fá að njóta sín.

Viljir þú auka líkurnar á að fá starf við þitt hæfi og öðlast aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu er þetta námskeið sem hentar þér. Gerðu þér grein fyrir gildi jákvæðs viðhorfs og auktu sjálfstraust þitt, horfðu bjartari augum til framtíðar og láttu ekki ótta stoppa þig í því sem þig langar til að gera.

Námskeiðið er  18 klst.

Umsjón:  Ásgeir Jónsson

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  

Ný tækifæri

Lögð er áhersla á að draga fram styrkleika þátttakenda um leið og áskoranir eru skilgreindar og leiðir til að takast á við þær markaðar í því skyni að efla lífsgæði og tækifæri. Fjallað er um þá færniþætti sem mikilvægir eru í atvinnulífi og skilgreina þátttakendur styrkleika sína og áskoranir út frá færniþáttunum.

Fjallað er um árangursrík samskipti og samvinnu í teymi, áhugasvið og starfsánægju, tengingu hæfni, áhuga og árangurs. Þátttakendur taka áhugasviðsgreiningu og vinna með niðurstöður sínar undir handleiðslu námskeiðshaldara. Farið er ítarlega í tengsl atvinnuleitar, reynslu og sjálfsmyndar og mikilvæg atriði í atvinnuviðtali. Námskeiðið byggir á innleggi kennara, virkni og samvinnu þátttakenda ásamt markmiðssetningu.

Námskeiðið er 17,5 klst.

Umsjón: Sigríður Hulda Jónsdóttir

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  

Sjálfstyrkingar- og starfsleitarnámskeið

Sjálfsmynd og sjálfstraust, samskipti og samskiptafærni, styrkleikar og markmiðasetning.

Starfsleit – ferilskrá, auglýsingar, viðtöl, notkun netmiðla og fleira.

Streita og kvíði og jákvætt hugarfar.

Námskeiðið er 27 klst.

Umsjón:  Menntasetrið við lækinn, Hafnarfirði

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Hannaðu líf þitt - Desgining your life

Designing your life er eitt vinsælasta námskeiðið í Stanford háskóla. Þar hafa Bill Burnett og Dave Evens aðstoðað BA/BS og MA/MS nema við að átta sig á því hvað þeir ætla að gera næst. Þeir félagar leita í smiðju til Design Thinking og segja að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að átta sig á því hvað við viljum og hvernig við náum því.   Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, hanna og búa sér til líf. Þessi aðferð gagnast fólki á öllum aldri, þ.e. fólki sem veltir því fyrir sér hvað skal gera næst, hvað það langar til að gera og hvað það getur gert.

Ragnhildur Vigfúsdóttir er ein 45 markþjálfa í heiminum sem hefur leyfi til að nýta efnið með markþegum sínum. Gert er ráð fyrir 10 manns í hóp.

Hópurinn hittist vikulega í 5 vikur; 3 klst í senn; eftir fyrsta tíma fær hver og einn 1 klst með markþjálfa þar sem farið  er í styrkleikagreiningu (Strengths Profiler) hvers og eins. Eftir 5. og 6. tíma verður einka markþjálfun (2x30 mín per mann).  Töluverð vinna verður í tímum og þátttakendur verða að vinna verkefni milli tíma.

Kennari er Ragnhildur Vigfúsdóttir Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi. Námskeiðið fer fram hjá Framvegis að Skeifunni 11b, 108 Reykjavík

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Að8sig – Ný tækifæri, sjálfskoðun og áræðni árin eftir fimmtugt

Námskeiðinu er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf til að staldra við og íhuga næstu skref.

Í hverjum tíma er unnið með ákveðna þætti: Hvað er hamingja? Hvað er vellíðan? Hver er

draumurinn? Þátttakendur kryfja gildi sín, fá innsýn í eigin styrleika og hvernig hægt er að nota þá og

kynnast inngripum úr jákvæðri sálfræði sem auka vellíðan og hamingju. Rætt er um vængi og rætur og kynntar aðferðir sem gagnast við að skipuleggja framtíðina.

Hist er  í þrígang, 3 tímar í senn. Milli 1. og 2. tíma taka þátttakendur styrkleikagreiningu og fá úrlestur.

Kennari er Ragnhildur Vigfúsdóttir Mannauðsráðgjafi og ACC markþjálfi

Námskeiðið fer fram hjá Framvegis að Skeifunni 11b, 108 Reykjavík

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Framvegis: Uppleið – námskeið byggt á Hugræn atferlismeðferð-HAM

Markmið námsins er að auka færni fólks til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðfarðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan

Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda. Heimanám er mjög mikilvægt þar sem námsmenn vinna ýmis verkefni sem stuðla að því að þeir tileinki sér aðferðir HAM.

Námskeiðið er 40 klst (heimavinna meðtalin)

Umsjón: Framvegis – miðstöð símenntunar. Skeifunni 11b, 108 Reykjavík

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Styrkari staða í atvinnuleit fyrir 50 ára og eldri 

Á námsskeiðinu er fjallað um atvinnumarkaðinn eins og við værum milljónaþjóð það skiptir máli fyrir hvern og einn að hlusta á sjálfan sig og átta sig á því hvernig kröftunum skal best varið hverju sinni. Á námskeiðinu eru sálfélagslegir þættir viðskiptafræðinnar nýttir til fulls. Einnig verða skoðuð tengsl tilfinninga og langana. Markmiðið er frumkvæði og aukið sjálfstæði. Létt verkefnavinna er á námskeiðinu þar sem hver og einn fær m.a. dýpri innsýn í mannleg samskipti.
Námskeiðið er 24 klst K
Kennsla fer fram í Gerðubergi.


Leiðbeinandi: Finnur Þ. Gunnþórsson MSc. Hagfræði og stjórnun - CBS Danmörku
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is  Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

   

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.