Starfsleitar- og hvatningarnámskeið sérstaklega ætluð ungu fólki

Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Vinnutíminn er 8.30 til 15 og fá einstaklingar greiddan verkþjálfunar- og námsstyrk.

Fjölsmiðjan leitast við að vera í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og félagsleg úrræði og vera sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu. Fjölsmiðjan leggur áherslu á að þeir nemar sem hafa verið við störf í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkað. Sjá frekari upplýsingar: fjolsmidjan.is

Umsjón: Fjölsmiðjan

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Stuðningur í starfsleit

Námskeiðið er ætlað ungu fólki og verður unnið markvisst í þeim þáttum sem auka möguleika þeirra á starfi. Þátttakendur vinna hluta námskeiðsins í tölvuveri þar sem megináherslur eru einkum að búa til vandaða ferilskrá og kynningarbréf. Einnig verður áhersla lögð á að efla færni og virkni þátttakenda til að nota vefsíður og smáforrit í atvinnuleit.

Farið verður í þekkingu einstaklinga á eigin styrkleikum, áhugasvið og hæfni. Lögð verður áhersla á eflingu tengslanets, virkni og þrautseigju í atvinnuleit og farið yfir mikilvæga þætti í atvinnuviðtali. Þátttakendur setja sér markmið í lok hvers tíma og framtíðarmarkmið í lok námskeiðs. 

Námskeið er 15 klst.

Umsjón: Sigríður Hulda Jónsdóttir

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Vertu þú sjálfur - mótaðu þína leið

Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem hvorki er við nám eða störf og stendur á krossgötum í lífinu. Lögð verður áhersla á aukna sjálfsþekkingu, frumkvæði, betri samskiptafærni og sjálfstæði þátttakenda við að meta möguleika og taka ákvarðanir um mótun framtíðar sinnar.

Námskeiðið byggir á ráðgjöf fyrir þá sem vilja móta raunhæfa framtíðarsýn og auka vitund sína um eigin viðhorf, væntingar og hæfileika með það að markmiði að þátttakandinn fái betur notið sín í starfi, námi og leik.

Námskeiðið er 24 klst.

Umsjón:  Andri Tómas Gunnarsson

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám er tækifæri fyrir unga atvinnuleitendur til að fá starfsreynslu og þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-29 ára og er samvinnuverkefni Hins Hússins og Vinnumálastofnunar. Námskeiðið er í átta vikur og er þannig uppbyggt að fyrstu fjórar vikurnar koma þátttakendur á undirbúningsnámskeið í Hinu Húsinu. Í fjórðu vikunni er valinn starfsstaður með tilliti til óska þátttakandans, þar sem áhugasvið, menntun og reynsla er höfð til hliðsjónar. Starfsreynslan hefst í fimmtu vikunni og stendur í fjórar vikur. Þegar að starfsstaður er fundinn er gerður samningur við viðkomandi starfsstað og í kjölfarið kynnt verklag á eftirfylgd sem atvinnuráðgjafar Hins Hússins annast.

Námskeiðið er 8 vikur.

Umsjón: Hitt húsið

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Vítamín

Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þátttakendum er veitt aðstoð við að hasla sér völl á vinnumarkaði með ýmsum leiðum. Markmiðið er að styrkja og virkja þátttakendur og aðstoða þá við að finna út hvað þeir vilja gera og hvernig þeir geta framkvæmt það.

Þátttakendur fá aðstoð við atvinnuleit, farið er í fjármálafræðslu, leiðir til að koma hugmyndum í framkvæmd eru skoðaðar, tækifæri erlendis könnuð og margt fleira. Reynt er að bjóða þátttakendum upp á tækifæri til þess að fá reynslu á vinnumarkaði í gegnum starfskynningu, sjálfboðaliðastarf eða með því að vinna að eigin hugmynd í Hinu húsinu.

Námskeiðið er 4 vikur.

Umsjón: Hitt húsið

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.