Tölvunámskeið

Tækniþjónusta NTV og Framvegis

Námsþættir sjá http://www.ntv.is/is/vidskipta_og_taekninam/skrifstofu-og-tolvunam

Inntökuskilyrði:Krafa um að fólk hafi ekki stúdentspróf eða meira

210 kennslustundir

Tíðni 4x viku

Tímalengd 8 vikur

 Almenn lýsing:

Hagnýtt nám með áherslu á grunnþekkingu á vélbúnaði, stýrikerfum, hugbúnaði og netkerfum. Einnig að þjálfa námsmenn í að veita almenna þjónustu við uppsetningu og tengingar, greina einfaldar bilanir og bregðast við þeim.

Byrjar 3 mars

Vefsíðugerð í Wordpress hjá NTV

Námsþættir

Að setja upp fullbúna vefsíðu frá grunni í Word Press umhverfi.

Inntökuskilyrði:engin.

54 kennslustundir

Tíðni 4x viku

Tímalengd 2 vikur

Almenn lýsing:

Að setja upp fullbúna vefsíðu frá grunni í Word Press umhverfi.

Excel

Námskeiðið er aðallega ætlað byrjendum og lítið vönum notendum. Kennd eru helstu grundvallaratriði við notkun Excel, útreikningar og úrvinnsla talna ásamt útlitsmótun skjala. Einnig eru tekin fyrir nokkur innbyggð reikni- og textaföll, fastar og afstæðar tilvísanir og uppsetning myndrita. Þeir sem hafa aðallega notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu einnig bæta verulega við þekkingu sína á þessu námskeiði.

Námskeiðið er 21 kennslustundir

Umsjón: Promennt

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Excel framhald og pivot greiningar

Framhaldsnámskeið þar sem þátttakendur læra hvernig nota má Excel á stórar töflur og vinna úr gögnum á fjölbreyttan hátt m.a. með Pivot töflum og Pivot gröfum, ásamt notkun við flóknari verkefni og til útreikninga. 

Tekin verða fyrir helstu rökfræði-, uppfletti- og leitarföll, tengingar milli vinnublaða og vinnubóka, gögn keyrð sjálfvirkt eða handvirkt inn í Excel t.d. af vef, verndun og læsing gagna. Unnið með Data Tools verkfærin (What If Analysis, Data Validation), fjölvar (Macros), helstu flýtiaðgerðir og flýtifyllingar o.fl.

Námskeiðið er 21 kennslustundir

Umsjón: Promennt

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.   

Verkefnastjórnun með MindManager

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja temja sér gott skipulag við verkefnavinnu. Þátttakendur læra að nota forritið MindManager til að halda utan um og skipuleggja verkefni, gera skýrslur og kynningar og fá þjálfun í að vinna með hugarkort.

Kennd verða ýmis hugtök verkefnastjórnunar, áætlunargerð, upphaf og lok verkefna, forgangsröðun og niðurbrot og ýmsar greiningar. Þátttakendur vinna bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni þar sem unnið er með helstu viðfangsefninámskeiðsins.

Námskeiðið er 26 kennslustundir.

Umsjón: Promennt

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.   

Grafísk hönnun

Reynslan hefur sýnt fram á að þetta nám styrki fólk í atvinnuleit þar sem mörg fyrirtæki vilja ráða fólk sem hefur kunnáttu til að útbúa vörulýsingar, bæklinga, merkingar og smærri auglýsingar. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé réttur hvort sem það er fyrir prentun eða Internetið. Helstu námsgreinar felast í að búa til mismunandi gerðir kynningarefnis, Adobe Photoshop, Adobe InDesign, meðhöndlun lita, letur og leturfræði, skipulag, vistun og frágangur og lokaverkefni. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu þar sem kennslubækur eru að hluta til á ensku.
Námskeiðið er 102 kennslustundir.
Umsjón: NTV – Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Upplýsingatækni - og menningarlæsi

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í notkun snjalltækja og rafrænna miðla og efla færni til að nýta eigin tæki til að verða sterkari samfélagsþegn og þannig öðlast aukna starfshæfni.
Lýsing: Á námskeiðinu er byrjað á að kenna á grunnforrit almennrar tölvunotkunar. Í framhaldinu er annars vegar lögð áhersla á rafræna borgaravitund þ.e kennslu í notkun rafrænna skilríkja en hins vegar er fjallað um réttindi og skyldur, skipulag og verklag á íslenskum vinnumarkaði og í lokin er farið í hvað eru góð samskipti á vinnustað.
Framkvæmd: Framvegis – miðstöð símenntunar
Lengd: 27 klst.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

       

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni