Námskeið vor 2020

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi býðst þér að auka möguleika þína á vinnumarkaði með ýmsum úrræðum, m.a. námskeiðum sem eru þér að kostnaðarlausu.

Til að ræða stefnu í atvinnuleit og aðstoð við atvinnuleit, auk möguleika til náms stendur atvinnuleitendum til boða þjónusta ráðgjafa og atvinnuráðgjafa. Ráðgjöfin hvetur einnig til virkrar þátttöku í uppbyggingu á eigin hæfni og hvernig má mæta breyttum aðstæðum.

Námskeiðin sem eru í boði eru fyrir þá atvinnuleitendur sem eru með samþykkta umsókn. Rétt er að benda á að þátttaka ræður hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeið fari af stað.

Minnum á að atvinnuleitendur geta sótt um námssamning samhliða atvinnuleysisbótum og einnig námskeiðsstyrk. Skila þarf inn umsókn áður en námið /námskeið hefst. Nánari upplýsingar á radgjafar.sudurland@vmst.is 

Ef atvinnuleitandi velur að sækja eitt af eftirtölum valnámskeiðum sem greitt er fyrir að fullu á hann ekki rétt á frekari námsstyrk á þeirri önn.

Hér fyrir neðan má nálgast umsóknareyðublað fyrir námsstyrk:

https://www.vinnumalastofnun.is/media/1061/umsokn-um-namsstyrk-mai-20101464625332.pdf

Skráning hjá ráðgjöfum á netfangið:  radgjafar.sudurland@vmst.is

 Athugið að sú meginregla er að atvinnuleitandi fari í vinnumarkaðsúrræði (náms- eða starfsúrræði) innan þriggja mánaða frá skráningu og geta þeir sótt um tiltekin úrræði en auk þess eru atvinnuleitendur boðaðir (skylduþátttaka) í ráðgjöf, námskeið og á fræðslufundi á vegum Vinnumálastofnunar.

Sjálfsefling og samskipti

Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti sem geta eflt sjálfstraust og framkomu og aukið virkni í daglegu lífi. Fjallað verður um hugtök eins og sjálfsmynd, samskipti, markmið, frestun og streitu og leiðir til að ná árangri á þessu sviði

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands - Fjölheimum Selfossi.

Kennarar: Ýmsir

Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá 13:30-15:30.

Lengd: 29. janúar - 19. febrúar.

 

Upplýsingatækni

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla almenna tölvuþekkingu sína. Farið er yfir helstu þætti Office-forritanna, s.s. Word, Excel og Power-point, skjalaflokkun í tölvu og skýi og fl. Þá verður farið yfir tækni við almenna upplýsingaleit og skoðaðar ýmsar upplýsingaveitur sem geta nýst bæði til gagns og gamans, notkun snjalltækja s.s. síma og hvernig við getum nýtt þau betur með ýmsum öppum, google, dropbox o.fl.

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands - Fjölheimum Selfossi.

Kennari: Leifur Viðarsson.

Kennt á mánu- og miðvikudögum frá 14:15 -16:15.

Lengd: 4. mars. -1. apríl

 

Efling í starf         

 Á námskeiðinu er hugað að undirbúningi fyrir starfsleit og hvernig megi efla sig á því sviði. Farið er yfir áhugasvið og ferilskrá unnin eða uppfærð. Fjallað verður um ýmsa þætti í vinnuumhverfinu og mikilvæga færniþætti í atvinnulífinu. Farið verður ítarlega í undirbúning fyrir atvinnuviðtal og framsögn og tjáningu. Einnig verður unnið áfram með áhugasvið, starfsþróun og breytingar.

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands - Fjölheimum Selfossi.

Kennarar: Ýmsir.

Kennt á mánu- og miðvikudögum frá klukkan 13:00-15:00.

Lengd: 20. apríl– 13. maí

 

Raunfærnimat í almennri starfshæfni

Á þessari önn býður Fræðslunet Suðurlands upp á : raunfærnimat í almennri starfshæfni, sem snýst meðal annars um að draga fram styrkleika hvers og eins og greina hæfni fyrir þátttöku á vinnumarkaði.

Almenn starfshæfni = sú hæfni (leikni, viðhorf og breytni) sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka virkan þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf.

 Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar.

Hvenær: nánar auglýst síðar.

 

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.