Námskeið

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum og hefur áhuga á að þróa hæfni þína og auka möguleika þína á vinnumarkaði með þátttöku í námi þá stendur þér til boða þátttaka í margvíslegum námskeiðum þér að kostnaðarlausu. Til að ræða stefnu í námi og starfi stendur atvinnuleitendum til boða þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Ráðgjöfin hvetur einnig til virkrar þátttöku í uppbyggingu á eigin hæfni og hvernig má mæta breyttum aðstæðum.

Námskeiðin sem eru í boði eru fyrir þá atvinnuleitendur sem eru með samþykkta umsókn. Rétt er að benda á að þátttaka ræður hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeið fari af stað.

Athugið að það er takmarkaður fjöldi sem kemst að á hverju námskeiði. Þegar tilskyldum fjölda er náð fá allir sem hafa skráð sig sms og tölvupóst um að mæta á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar til að skrifa undir bókunarblað vegna námskeiðsins. Þeir sem ekki mæta missa réttinn til þátttöku í umræddu námskeiði.

Ef atvinnuleitandi velur að sækja eitt af eftirtölum valnámskeiðum sem greitt er fyrir að fullu á hann ekki rétt á frekari námsstyrk á þeirri önn. Frekari upplýsingar um námsstyrki má finna hér.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Yfirlit yfir námskeið:

Starfsleitar- og hvatningarnámskeið

Starfsleitar- og hvatningarnámskeið sérstaklega ætluð ungu fólki

Íslenskunám, starfsleitar- og hvatningarnámskeið ætluð fólki af erlendum uppruna -
Icelandic, job search and motivational courses for people of foreign origin

Önnur starfstengd námskeið

Önnur námskeið

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni