Starfsleitar- og hvatningarnámskeið

BTM - Breytingar, tækifæri, markmið

Á þessu námskeiði eflir þú sjálfstraustið við atvinnuleit. Saman endurskoðum við ferilskrána eða vinnum hana frá grunni, heilsteypta og trúverðuga. Þú lærir að skrifa kynningarbréf sem lýsir raungetu þinni og eflir sjálfstraust þitt við að „selja þig og það sem þú stendur fyrir“ til væntanlegra vinnuveitenda. Á BTM lærir þú að skoða vel samspil og hlutverk samskipta bæði þinna og annarra, öðlast yfirsýn og skipulag á umsóknarferlinu, nýta samtalstækni og samtalsþjálfun sem undirbýr þig fyrir vinnuviðtalið, fræðist um rétta líkamsstöðu og framkomu til að láta ljós þitt skína.  Kennslan fer fram í fyrirlestraformi og með virkri þátttöku nemenda í hóp- og einstaklingsverkefnum. Þetta er námskeið sem undirbýr þig andlega fyrir starfsviðtalið og eykur möguleika þína á að komast aftur út á vinnumarkaðinn.

Námskeiðið er 14 klst.

Umsjón: Profectus

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Færniþættir á 21. öldinni

Námskeiðið er ætlað háskólamenntuðum og verður fjallað um styrkleika, samskiptafærni og samvinnu. Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu. Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni. Þátttakendur ræða hvaða lykilfærniþáttum þeir búa yfir og hvernig þeir geta aukið gildi sitt sem starfsmenn með því að efla tiltekna færniþætti í eigin fari. Farið er yfir mikilvægi þess að mæta breytingum með jákvæðum hug og helstu leiðir til þess. Einnig er farið ítarlega í undirbúning fyrir atvinnuviðtöl, markmiðssetningu, leiðir til að gera atvinnuleitina árangursríkari og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér á atvinnuleitartímabili.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda

Námskeiðið er 17,5 klst.

Umsjón:  Sigríður Hulda Jónsdóttir

Í leit að nýju starfi 

Á námskeiðinu er atvinnuleit skoðuð á nýjum og breiðari grunni en almennt gerist. Námskeiðið vekur fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar, fjölskyldunnar, lífsins sjálfs og mikilvægi þess að lifa hamingjusamari í nútímanum en festast ekki í hinu liðna. Þekkingaröflun á að vera gefandi og skemmtileg og því er þetta námskeið byggt upp á dæmisögum, myndskeiðum og opnum og frjálslegum umræðum þar sem allar skoðanir fá að njóta sín.

Viljir þú auka líkurnar á að fá starf við þitt hæfi og öðlast aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu er þetta námskeið sem hentar þér. Gerðu þér grein fyrir gildi jákvæðs viðhorfs og auktu sjálfstraust þitt, horfðu bjartari augum til framtíðar og láttu ekki ótta stoppa þig í því sem þig langar til að gera.

Námskeiðið er  18 klst.

Umsjón:  Ásgeir Jónsson

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Lífsvefurinn – sjálfsþekkingarnám fyrir konur

Lífsvefurinn er námskeið fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa lífsins þræði á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Lögð er áhersla á að skoða áhugasvið, hæfileika, þekkingu og reynslu sem kemur að gagni í einkalífi og í atvinnu.

Markmiðin eru m.a. að læra að þekkja og virða sjálfa sig, læra að greina hindranir, yfirstíga þær og setja sér raunhæf markmið, læra leiðir til skapandi samskipta, styrkja sjálfsmyndina til að skapa sér gefandi lífs- og starfsvettvang.

Námskeiðið er 24 klst.

Umsjón: Valgerður H. Bjarnadóttir

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni