Starfsleitar- og hvatningarnámskeið sérstaklega ætluð ungu fólki

Vertu þú sjálfur - mótaðu þína eigin leið

Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem hvorki er við nám eða störf og stendur á krossgötum í lífinu. Lögð verður áhersla á aukna sjálfsþekkingu, frumkvæði, betri samskiptafærni og sjálfstæði þátttakenda við að meta möguleika og taka ákvarðanir um mótun framtíðar sinnar.

Námskeiðið byggir á ráðgjöf fyrir þá sem vilja móta raunhæfa framtíðarsýn og auka vitund sína um eigin viðhorf, væntingar og hæfileika með það að markmiði að þátttakandinn fái betur notið sín í starfi, námi og leik.

Námskeiðið er 24 klst.                    

Umsjón:  Andri Tómas Gunnarsson

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Vinnutíminn er 8:30 til 15:00 og fá einstaklingar greiddan verkþjálfunar- og námsstyrk. Fjölsmiðjan leitast við að vera í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og félagsleg úrræði og vera sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu. Fjölsmiðjan leggur áherslu á að þeir nemar sem hafa verið við störf í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkað.

Umsjón: Fjölsmiðjan, Þorvarður Guðmundsson Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidsn@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

   

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni