Námskeið og námsúrræði

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun og hefur fengið staðfestan bótarétt stendur þér til boða að auka möguleika þína á vinnumarkaði með ýmsum úrræðum m.a. ráðgjöf og námskeiðum sem eru þér að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að skipuleggja starfleit, setja sér markmið og skoða hvort að aukin þekking með því að sækja nám eða námskeið geti styrkt stöðu þín í atvinnuleit. Til að aðstoða þig við þetta getur þú pantað tíma hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar og rætt hugmyndir þínar. 

Atvinnuleitendur geta sótt um námssamning að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samhliða atvinnuleysisbótum til að stunda starfsnám. Einnig er hægt að sækja um námskeiðsstyrk til að sækja starfstengd námskeið (sjá umsóknareyðublað: https://www.vinnumalastofnun.is/media/1061/umsokn-um-namsstyrk-mai-20101464625332.pdf).

Ef þú hefur greitt í stéttarfélag getur þú sótt um námsstyrk á móti styrk Vinnumálastofnunar. Athugið að skila þarf inn umsókn áður en nám /námskeið hefst. Nánari upplýsingar eru veittar hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Meginregla er að atvinnuleitandi fari í vinnumarkaðsúrræði (náms- eða starfsúrræði) innan þriggja mánaða frá skráningu enda ber atvinnuleitanda að vera virkur í atvinnuleit og gera það sem hann getur til að auka líkur á að fá starf.  Atvinnuleitendur eru einnig boðaðir (skylduþátttaka) í ráðgjöf, á námskeið og á fræðslufundi á vegum Vinnumálastofnunar.

Eftirfarandi námskeið verða í boði á haustönn 2019 hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum atvinnuleitendum að kostnaðarlausu en skrá þarf sig hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar s 5154800 (eða með tölvupósti á netfangið vestfirdir@vmst.is. Rétt er að benda á að þátttaka ræður því hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeiðið fari af stað. Eins getur verið um takmörkun á fjölda þátttakenda og því er ekki tryggt að viðkomandi komist að á tilteknu námskeiði. Því þarf að hafa samband sem fyrst ef vilji er til að sækja námskeiðin.

Smelltu hér til að skoða námskeið á Vestfjörðum

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni