Bætt líðan með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar
Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til þess að ná stjórn á kvíða og depurð með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Farið verður yfir þátt hegðunar og hugsunar í kvíða og depurð og annarri vanlíðan. Einnig verður fjallað um endurmat á hugsunum og fræðsla um vítahringi í vanlíðan, virkniskráningu, aukna virkni og þátt ánægjulegra athafna í vellíðan.
Hefst: 17. október