Enska fyrir atvinnulífið
Námskeið fyrir þá sem hafa nokkurn eða góðan grunn í ensku en vilja bæta við sig orðaforða og setningafræði sem nýtist við vinnu eða í viðskiptum. Kennslan verður byggð upp á samskiptum á milli nemenda og viðfangsefnin valin með tilliti til þarfa þeirra og áhuga.
Starfsmenn sem eru í FosVest eða Sameyki (áður SFR) geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is. Námskeiðið er einnig frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.
Hefst: 28. október