Íslenskunámskeið fyrir atvinnuleitendur af erlendum uppruna

Íslensku námskeið eru mismunandi eftir getu einstaklinga og er gert ráð fyrir að atvinnuleitandi fari í stöðumat í íslensku hjá Fræðslumiðstöð áður námskeið hefst.

Íslenska 1 b

Námskeið fyrir fólk með lítinn grunn í íslensku, t.d. lokið einu íslenskunámskeiði eða hefur kunnáttu sem samsvarar því. Farið er í stafrófið og framburð. Grunnorðaforði, úr daglegu lífi, er æfður með mjög einföldum setningum. Nemendur læra að segja svolítið frá sér, að spyrja einfaldra spurninga og að skilja mjög létta texta. Námskeiðið er seinni hluti af stigi 1 samkvæmt námskrá frá Menntamálaráðuneytinu. 

Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.
Hefst: 21. Október

 

Íslenska 2.b

Steinni hluti af stigi 2 samkvæmt námskrá frá menntamálaráðuneytinu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið 90 kennslustunda námi í íslensku eða hafa nokkra undirstöðu í íslensku. Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða nemanda. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni.

Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.
Hefst: 15. október

Íslenska 3b.

Námskeið ætlað þeim sem hafa áður lokið a.m.k. 150 kest í íslensku eða hafa kunnáttu sem samsvarar því. Efni námskeiðsins byggist á orðaforða daglegs máls. Áhersla er lögð á að þjálfa skilning og talað mál en allir þættir tungumálanáms eru æfðir: Skilningur (lestur og hlustun), ritun og talað mál (samskipti og frásögn). Námskeiðið er seinni hluti á stigi 3 samkvæmt námskrá frá Menntamálaráðuneytinu.

Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.
Hefst 14. október

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni