Tölvur - grunnnámskeið
Hagnýtt alhliða tölvunámskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af tölvum. Engin undirstaða er nauðsynleg. Lögð er áhersla á gagnleg atriði sem nýtast við tölvunotkun heima og í vinnu. Farið verður í grunnatriði tölvunotkunar, lyklaborðið og músina, Windows stýrikerfið. Farið í notkun internetsins og samfélagsmiðla. Kynntur er Office 365 pakkinn s.s. word (ritvinnsla), excel (töflureiknir) og outlook (tölvupóstur) .
Þátttakendur þurfa að koma með sínar eigin tölvur.
Hefst: 15. október