Námskeið

Hér er hægt að sjá hvaða námskeið eru í boði fyrir atvinnuleitendur á Vesturlandi

Áhugasviðspróf

„Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?“  Líklega hafa flestir fengið þessa spurningu einhvern tímann á lífsleiðinni og stundum verður fátt um svör.  Áhugasviðspróf geta verið gagnleg við að skoða áhugasviðið og hvernig hægt er að marka sér stefnu varðandi nám og störf út frá niðurstöðu úr slíku prófi.  Boðið er upp á áhugasviðspróf fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og er það atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Bryndísi Bragadóttur náms- og starfsráðgjafa Vinnumálastofnunar Vesturlandi, netfang:  bryndis.bragadottir@vmst.is Einnig má  hringja  í síma 515-4800 (þjónustuver Vmst) til að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig.

Tölvunám á netinu

Vinnumálastofnun Vesturlandi í samstarfi við Tölvunám.is býður atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt upp á tölvunám á netinu og er það atvinnuleitendum að kostnaðarlausu. 

Opinn aðgangur  - þrír mánuðir

Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur.
Þú sækir um aðgang með því að óska eftir skráningu hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og senda tölvupóst á netfangið bryndis.bragadottir@vmst.is

Hvernig fer námið fram ?
1. Þú skráir þig inn með aðgangsorðum sem þú hefur fengið úthlutað og ferð sjálfkrafa inn á síðuna Námskeiðin mín.
2. Þar velurðu námskeið (forrit) og ferð í efnisyfirlit námskeiðsins.
3.   Hver kafli er gagnvirkt myndband þar sem farið er í gegnum valið verkefni og nemandinn framkvæmir sjálfur allar aðgerðir.  Nemendur fá þjálfun í notkun þess sem skilur mun meira eftir sig en lestur hefðbundins kennsluheftis. 

Nemandinn stýrir hraða yfirferðar námsefnis sjálfur og því engin hætta á að námsefnið fari inn um annað eyrað og út um hitt þegar slaknar á einbeitingunni.

Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum.

Íslensk menning og samfélag

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeiðið Íslensk menning og samfélag (áður Landnemaskólinn) fyrir atvinnuleitendur á Akranesi og í nágrenni nú í haust.

Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.  Í náminu er lögð áhersla á íslenska mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Vettvangsferðir eru hluti af náminu. Námið fer fram á íslensku.

Í tengslum við námskeiðið verður boðið upp á aðstoð við gerð ferilskrár fyrir þá sem þurfa.

Tímasetning:             Mið. 06.nóv- fös.06.des. 2019

                                   Kennt mán. – fös. kl. 8.30-14.00.

Staður:                     Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Suðurgötu 57, Akranesi

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver). 
Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Ferilskrá og kynningarbréf

Á þessu  námskeiði verður boðið upp á aðstoð við gerð ferilskrár, en góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni.

Gott kynningarbréf er einnig mikilvægt í atvinnuleitinni og verður á námskeiðinu kennt að búa til slíkt bréf.

Kennt á tveggja vikna tímabili, samtals fjögur skipti.

Staður:     Akranes:  Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Suðurgötu 57.
                  2. sept. – 9.sept. mán. og mið. kl. 9.00-11.20 (4 skipti)

                 Borgarnes:  Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8. 
                 16. sept. – 25.sept.  mán. og mið. kl. 9.00-11.20 (4 skipti)

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver). Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Akranesi.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.