Mæling á skráðu atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi er mælt á þann veg að fjöldi atvinnuleysisdaga í mánuði er umreiknaður í meðalfjölda einstaklinga, þar sem allir dagar í hverjum mánuði eru taldir nema laugardagar og sunnudagar og útkomunni deilt í áætlaðan mannafla á vinnumarkaði í hverjum mánuði.

Mannaflaspáin byggist á mannfjöldaupplýsingum, fyrirliggjandi upplýsingum úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og á spá um fjölgun eða fækkun starfa og atvinnuþátttöku út frá hagvaxtarhorfum og öðrum upplýsingum um horfur í efnahagslífi og á vinnumarkaði.

Mannaflaspáin gerir ráð fyrir að mannafli á vinnumarkaði í október 2018 sé 179.976. Meðalfjöldi atvinnulausra í október var 4.235 manns og atvinnuleysi því 2,4%.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu