Átt þú von á greiðslu frá Vinnumálastofnun vegna hlutabótaleiðar/minnkaðs starfshlutfalls?

Ef þú hefur ekki fengið greitt eða telur þig hafa fengið of lítið greitt þá skaltu kynna þér helstu ástæður þess að slík gæti verið raunin áður en þú hefur samband við okkur.


Fékkstu ekkert greitt?

Ef þú fékkst ekkert greitt, þá eru miklar líkur á því að:

 • Atvinnurekandi þinn eigi eftir að staðfesta samkomulagið inni á Mínum síðum atvinnurekenda.
 • Upplýsingar um það hvort atvinnurekandi hafi staðfest samkomulag ykkar getur þú séð inni í Samskiptasögu á Mínum síðum atvinnuleitenda.

EÐA

 • Tekjur sem atvinnurekandi þinn gefur upp hafi skert atvinnuleysisbætur þínar að fullu.
 • Upplýsingar um þær tekjur sem atvinnurekandi þinn gaf upp er að finna á greiðsluseðli inni Mínum síðum atvinnuleitanda.
 • Hafir þú fengið greiðslu en finnur ekki greiðsluseðilinn inn á mínum síðum þá er kerfið að útbúa seðlana og hann mun birtast á vefnum innan skamms.

Teljir þú þig hafa fengið of lítið greitt skalt þú hafa eftirfarandi atriði í huga:

 • Fjárhæð atvinnuleysisbóta getur aldrei orðið hærri en 342.303 kr. fyrir starfshlutfall sem minnkar um 75%.
  • Starfshlutfall sem minnkar um 50% þá er hámarksfjárhæðin 228.202 kr.
  • Starfshlutfall sem minnkar um 25% þá er hámarksfjárhæðin 114.050 kr.
  • Starfshlutfall sem minnkar um 20% þá er hámarksfjárhæðin 91.280 kr.
 • Laun sem þú fékkst útborguð fyrir vinnu þína gætu hafa lækkað atvinnuleysisbætur þínar þar sem samanlagðar bætur og laun mega ekki vera:
  • Hærri fjárhæð en 90% af meðaltekjum þínum síðustu þrjá mánuði.
  • Hærri fjárhæð en 700.000 kr.
  • Hærri fjárhæð en 100% af meðaltekjum síðustu þriggja mánaða fyrir 100% starf séu meðaltekjur 400.000 kr. eða lægri.
 • Upplýsingar um þær tekjur sem atvinnurekandi þinn gaf upp fyrir minnkað starfshlutfall og meðaltekjur þínar síðustu þrjá mánuði er að finna á greiðsluseðli þínum inni á Mínum síðum atvinnuleitanda.

Demo launasedill vegna apríl 2020

Var persónuafsláttur þinn ekki nýttur?

Komi fram á greiðsluseðli þínum á mínum síðum að persónuafsláttur sé 0 kr. þá hefur þú ekki óskað eftir því að nýta persónuafslátt þinn vegna greiðslna atvinnuleysisbóta. Þú getur farið inn á mínar síður atvinnuleitanda og valið þar "Nýting persónuafsláttar" til að óska eftir að hann sé nýttur hjá Vinnumálastofnun.

Nýting persónuafsláttar

Mun þá greiðsla vegna síðasta mánaðar verða leiðrétt að teknu tilliti til beiðni þinnar um nýtingu persónuafsláttar.

Fékkst þú skuldajöfnun?

 • Ef kemur fram á greiðsluseðli þínum fyrir maí Skuldajöfnun v/ofgreiðslna atvinnuleysis þá hefur þú fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur í apríl, annaðhvort vegna ótilkynntra greiðslna eða hærri launa vegna minnkaðs starfshlutfalls en tekjuáætlun þín gaf til kynna 
 • Á greiðsluseðlinum kemur fram upphæð ofgreiddra atvinnuleysisbóta undir liðnum: Greiðslutímabilið apríl 2020 og í línunniSkuld v/ofgreiðslna atvinnuleysisbóta.
 • Línan: Skerðing v/tekna þýðir að þú hafir haft tekjur annarsstaðar frá í apríl mánuði sem Vinnumálastofnun vissi ekki af. 
 • Línan: Skerðing v/hámarksreglna þýðir að laun þín í minnkuðu starfshlutfalli hafi verið hærri en tekjuáætlun gaf til kynna.  
 • Skuldajöfnuður fyrir maí mánuð er aldrei meira en 25% af heildargreiðslum bóta fyrir maí mánuð.
 • Hægt er að kynna sér reglur um hvað skerðir atvinnuleysisbætur hér: https://www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/fjarhaedir-og-greidslur-atvinnuleysisbota/skerding-atvinnuleysisbota 
 • Athugið að skuld verður ekki innheimt með álagi.
 • Skuld við Vinnumálastofnun er reiknuð á eftirfarandi hátt:  

Áætlun + frítekjumark =  0 + 71.262 kr. = 71.262 kr. 
Drögum þá upphæð frá rauntekjum, 666.666 kr. – 71.262 kr. = 595.404 kr. 
Deilum þeirri upphæð í tvennt (sbr. skerðingarreglunni 50 aurar á móti hverri krónu) og fáum út 297.702 kr. Sjá: 

Dæmi um skuldamyndun

Í línunni skuld v. ofgreiðslna atvinnuleysisbóta er upphæðin 181.785 kr.  Þessi tala er fengin með  því að draga 115.917 kr frá 297.702 kr.  
115.917 kr eru ofgreiddir frádráttarliðir frá síðasta launaseðli (lífeyrissjóður, verkalýðsfélög og skattur).  

Viðkomandi skuldar því 181.785 kr. kr og verður 25% af greiðslu vegna maí mánaðar dregin frá til innborgunar á þá skuld og kemur á greiðsluseðli sem „Skuldajöfnun v/ofgreiðslna atvinnuleysis 

 • Teljir þú að tekjurnar sem  um ræðir eigi ekki að skerða þá skal skila gögnum þess efnis á Mínar síður atvinnuleitenda. Þú smellir þar áSkila gögnum og hleður viðeigandi gögnum upp. Eingöngverður tekið við beiðnum um endurskoðun á skuld í gegnum mínar síður.  Leiðrétting getur tekið um tvo til  þrjá mánuði hjá Greiðslustofu. Sjá hvernig gögnum er skilað:

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni