Tilkynning til atvinnurekenda vegna breytinga á hlutabótaleið /minnkuðu starfshlutfalli

Vinnumálastofnun vekur athygli atvinnurekenda sem eru með starfsfólk í minnkuðu starfshlutfalli á að kynna sér breytingar á lögum og skilyrðum hlutabótaleiðar 

Atvinnurekendur þurfa að staðfesta að ný skilyrði verði uppfyllt til þess að geta haldið áfram að nýta hlutabótaleiðina. Ef atvinnurekandi telur sig ekki uppfylla ný skilyrði þarf fyrirtæki að grípa til ráðstafana strax því ný lög og skilyrði tóku gildi 1. júní.  

Til að greiðslur berist í tíma vegna júní mánaðar þarf atvinnurekandi að staðfesta fyrir 30. júní að hann uppfylli hin nýju skilyrði.

Einstaklingar í minnkuðu starfshlutfalli skulu áfram staðfesta nýtingu hlutabótaleiðar milli 20. og 25. hvers mánaðar.  

Staðfestingar eru aðgengilegar á mínum síðum fyrir einstaklinga og atvinnurekendur. 

Framlenging á hlutabótaleið - Breytingar 


Framlenging

Hlutabótaleiðin hefur verið framlengd til 31. desember 2020.   

Ný skilyrði sem atvinnurekendur þurfa að uppfylla frá 1. júní 2020 og staðfesta á mínum síðum.

Frá og með 1. júní 2020 skulu atvinnurekendur staðfesta á mínum síðum (smelltu hér til að fara á mínar síður) neðangreind skilyrði um nýtingu hlutabótaleiðar.  

 1. Hann beri ótakmarkaða skattskyldu hér á landi.Nánari upplýsingar um ótakmarkaða skattskyldu er hægt að finna á vefsíðu Skattsins, vegna einstaklinga og vegna lögaðila. 
  Þetta skilyrði þýðir að starfsmenn óskattskyldra aðila, eins og t.d. sveitarfélög, íþróttafélög, líknarfélög o.fl. eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli.  
 2. Meðaltal mánaðartekna atvinnurekanda frá 15. mars 2020 og til þess dags sem starfsmaður sækir um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, hafi lækkað um a.m.k. 25%Miðað er við tekjufall frá meðal mánaðartekjum á einhverju af eftirfarandi tímabilum:
 • meðaltal mánaðartekna sama tímabils árið 2019,
 • 1.júní til 31. ágúst 2019. 
 • 1. desember 2019 til 29. febrúar 2020. 
 • 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020. 

Með tekjum er átt við allar skattskyldar tekjur í rekstrinum að frátöldum hagnaði af sölu rekstrareigna. 

Nánari upplýsingar um tekjur rekstraraðila er hægt að sjá í leiðbeiningum með rekstrarframtali á eftirfararandi tengli á vef Skattsins (bls. 14-15 og 23-24). 

3. Hann muni ekki á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2022: 

 • Ákvarða úthlutun arðs.  
 • Lækka hlutafé með greiðslu til hluthafa.  
 • Kaupa eigin hlutabréf. 
 • Inna af hendi aðra greiðslu til eiganda á grundvelli eignaraðildar hans. 
 • Greiða óumsaminn kaupauka. 
 • Greiða af víkjandi láni fyrir gjalddaga. 
 • Veita eiganda eða aðila nákomnum eiganda lán eða annað fjárframlag sem ekki varðar öflun, tryggingu eða viðhald rekstrartekna. 
 • Greiða eigendum sínum eða æðstu stjórnendum mánaðarlaun sem nema hærri fjárhæð en 3.000.000 kr. til hvers og eins. 

  4. Hann hafi staðið í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld á þeim degi er launamaður sækir um atvinnuleysisbætur.
   

  5. Hann hafi staðið skil á skattframtali og fylgigögnum þess, þ.m.t. skýrslu um eignarhald á CFC-félagi, staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum, til Skattsins síðastliðin þrjú ár áður en umsókn barst eða síðan hann hóf starfsemi ef það var síðar. Að auki skal hann, eftir því sem við á og á sama tímabili, hafa staðið skil á ársreikningum og upplýst um raunverulega eigendur. 

Lágmarks starfshlutfall í minnkuðu starfshlutfalli verður 50% í stað 25% frá 1. júlí

Frá og með 1. júlí til 31. ágúst verður starfshlutfall að hafa lækkað um 20 prósentustig hið minnsta og launamaður verður að halda a.m.k. 50% starfshlutfalli til að eiga rétt á hlutabótum.  Vinnumálastofnun greiðir því í mesta lagi 50% af tekjutengdum atvinnuleysisbótum frá og með 1. júlí, en þær nema í dag 228.202 kr. fyrir heilan mánuð. 

Einstaklingur staðfestir áframhaldandi nýtingu á úrræðinu milli 20. og 25. hvers mánaðar á mínum síðum hér atvinnluleitanda. Smelltu hér til að fara á mínar síður atvinnuleitanda.

 

Eftirlit, viðurlög og endurgreiðslukröfur

Vinnumálastofnun er veitt heimild til að krefjast nánari staðfestingar og gagna frá atvinnurekanda. 

Ef atvinnurekandi uppfyllir ekki skilyrðin að ofan á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2022 skal hann endurgreiða Atvinnuleysistryggingasjóði þær atvinnuleysisbætur sem launamenn hans hafa fengið greiddar í minnkuðu starfshlutfalli að viðbættu 15% álagi. 

Einstaklingur eða lögaðili sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veitir Vinnumálastofnun rangar eða ófullnægjandi upplýsingar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema brot megi teljast minni háttar. 

Nánari upplýsingar um lagabreytingar má finna á vef Alþingi, smelliðá eftirfarandi tengil til að nálgast lögin:  https://www.althingi.is/altext/150/s/1570.html 

Beiðni um breytt viðmiðunartímabil tekna

Einstaklingar sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli geta óskað eftir því að miðað sé við annað tímabil við útreikning á viðmiðunartekjum sínum. Hægt verður að óska eftir að miðað sé við tekjur eftir eftirfarandi reglum: 

 1. Meðaltal mánaðarlauna fyrir árið 2019. 
 1. Að miðað sé við þær tekjur sem lágu til grundvallar útreikningi á fæðingarorlofi ef viðkomandi fékk greitt fæðingarorlof á þriggja mánaða viðmiðunartímabilinu eða 
 1. Að miðað sé við tekjur viðkomandi, sem er í foreldraorlofi, síðustu þrjá mánuðina áður en farið var í foreldraorlof. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni