Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Virkjum hæfileikana - merkiVinnumálastofnun,  Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp hafa ákveðið að fara af stað með samstarfsverkefni sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið hefur fengið nafnið Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana.  

Með þátttöku í verkefninu geta opinberar stofnanir og sveitarfélög ráðið til sín einstaklinga með skerta starfsgetu með stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálatofnundar og vinnusamningi Öryrkja. Með gerð slíkra samninga fá launagreiðendur endurgreiðslu að hluta af  launum og launatengdum gjöldum.  

  • Samningurinn er þríhliða  á milli atvinnurekanda, starfsmanns og Tryggingastofnunar ríkisins.
  • Hámarksendurgreiðsla af launum og launatengdum gjöldum er 75% í tvö ár  og lækkar síðan um 10% á ári þar til 25% endurgreiðslu er náð.  Þá er endurgreiðsluhlutfallið ótímabundið.
  • Ráðningarfyrirkomulag er eins og almennt gerist og er vinnusamningur öryrkja ótengdur ráðningarsamningi.

Smelltu hér ef þú vilt skrá starf í verkefninu Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana

Nánar um verkefnið:

Um vinnusamninga fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Tryggingastofnun ríkisins hefur heimild til að semja við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði um að ráða starfsfólk sem nýtur örorkulífeyris, örorkustyrks og endurhæfingarlífeyris. Miðað er við að einstaklingur hafi skerta starfsgetu og hafi ekki verulegar aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun.

 Umsjónaraðili samnings
Vinnumálastofnun sem sinnir atvinnumiðlun fatlaðra og starfsendurhæfingu verður  umsjónaraðili  vinnusamnings.  Umsjónaraðili verður tengiliður milli lífeyrisþegans, fyrirtækisins og Tryggingastofnunar.

Hlutverk umsjónaraðila samningsins er  m.a. að fylgjast með því hvernig einstaklingnum vegnar í vinnunni, koma til aðstoðar ef eitthvað bjátar á og vera tengiliður gagnvart öðrum samningsaðilum.  Umsækjandi eða fyrirtæki hafa samband við umsjónaraðila.

 Fullt starf og hlutastarf.
Vinnusamning má gera bæði um fullt starf og hlutastarfStarfshlutfall má vera að hámarki 100%, en að lágmarki 20% .. Hver atvinnuleitandi getur einungis gert vinnusamning við eitt fyrirtæki í senn.

 Launagreiðslur.
Gerður er samningur um kaup og kjör sem skal vera sá sami og er gildandi á hverjum tíma milli launþega og atvinnurekanda. Í samningi skal tilgreindur vinnustaður og þau störf sem starfmanni er ætlað að leysa af hendi. Skerðing bóta á starfstímabili fer eftir almennum ákvæðum um skerðingu bótagreiðslna á hverjum tíma samkvæmt tekjum.

Lífeyrisþegi þarf að endurskoða tekjuáætlun sína í samræmi við tekjur og athuga nýtingu skattkorts og skattþrep.

Dæmi: um laun vs. mótframlag

Hlutfall endurgreiðslu launa og launatengdra gjalda.
Hlutfall endurgreiðslu launa og launatengdra gjalda til viðkomandi fyrirtækis skal aldrei vera hærra en 75% og aldrei lægra en 25%.

Framkvæmd endurgreiðslu til fyrirtækja.
Tryggingastofnun ríkisins endurgreiðir atvinnurekanda mánaðarlega hlutfall af launum starfsmannsins gegn afriti launaseðla. Afrit launaseðla má senda á netfangið vinnusamningar@tr.is eða í pósti á Tryggingastofnun, Laugavegi 114, 105 Reykjavík,  merkt vinnusamningar.

Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu yfirvinnu, bónusgreiðslna, álags eða slíkra greiðslna nema í undantekningartilvikum og þá með fyrirfram samþykki frá Tryggingastofnun.

Tryggingastofnun gefur skattyfirvöldum upplýsingar um endurgreidd vinnulaun til atvinnurekanda.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu