Vinnusamningar öryrkja

Vinnusamningar öryrkja eru endurgreiðslusamningar við atvinnurekendur sem hafa ráðið fólk með skerta starfsgetu til starfa.

Vinnusamningur öryrkja er ætlaður til að auka möguleikai atvinnuleitenda með skerta starfsgetu til að ráða sig í vinnu á almennum vinnumarkaði.

Skilyrði

  • Að einstaklingur fái greiddan örorkulífeyri, örorkustyrk, endurhæfingarlífeyri eða slysaörorkubætur undir 50%. Lækkun lífeyrisgreiðslna á starfstímabilinu fer eftir ákvæðum laga um almannatryggingar. Ef lífeyrisgreiðslur falla niður fellur vinnusamningur öryrkja úr gildi.
  • Að einstaklingur hafi vinnugetu sem ekki hefur nýst á vinnumarkaði og ekki verulegar aðrar tekjur til lífsviðurværis en lífeyri almannatrygginga.
  • Að einstaklingur hafi fengið starf á almennum vinnumarkaði.

Endurgreiðsla

Atvinnurekandi greiðir starfsmanni á vinnusamningi laun og skilar mánaðarlega inn launaseðlum í atvinnurekendagátt.  Vinnumálastofnun endurgreiðir atvinnurekanda þá hlutfall af launum og launatengdum gjöldum skv. gildandi vinnusamningi.
Endurgreiðsluhlutfallið er 75% fyrstu tvö ár í starfi, hlutfallið lækkar síðan um 10% með tólf mánaða millibili þar til 25 % lágmarks endurgreiðsluhlutfalli er náð.
Aldrei er endurgreitt fyrir meira en 100% starfshlutfall.
Endurgreiðsla nær til fastra launa. Í sérstökum tilvikum er einnig endurgreitt vegna yfirvinnu, bónus- eða álagsgreiðslna, að því tilskyldu að slíkt komi fram í umsókn um vinnusamning öryrkja.

Umsjónaraðili

Vinnumálastofnun tilnefnir umsjónaraðila úr hópi fagaðila sem sinna atvinnuleit og starfsendurhæfingu fyrir fólk með skerta starfsgetu. Nánari upplýsingar um hverjir gegna hlutverki umsjónaraðila  eru veittar í gegnum netfangið vinnusamningar@vmst.is 

Vinnumsamningur

Vinnusamningar skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga í þeirri starfsgrein sem starfið felur í sér. Samningurinn skal aldrei vera lægri en lágmarkslaun. Vinnusamningur gildir ekki sem ráðningarsamningur.
Ef hækka á starfshlutfall eftir að samningur var gerður þarf að endurnýja samninginn með milligöngu umsjónaraðila.

Gildistími:

  • Gildistími vinnusamnings getur aldrei verið lengri en gildistími örorkumats/endurhæfingarlífeyris/slysaörorkubóta starfsmanns.
  • Vinnusamningur getur að hámarki verið til tveggja ára í senn. Hægt er að framlengja samning sem er að renna út með milligöngu umsjónaraðila.
  • Ef að laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 394.066 kr á mánuði (meðaltals-mánaðarlaun á ársgrundvelli) falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar af leiðandi vinnusamningur öryrkja.
  • Komi til slita á ráðningarsambandi milli atvinnurekanda og starfsmanns á gildistíma samnings fellur vinnusamningur einnig úr gildi.

   

Mínar síður atvinnurekanda

Atvinnurekendur hafa aðgang að vinnusamningum á mínum síðum atvinnurekenda þar sem þeir staðfesta vinnusamninga og setja  þar inn launaupplýsingar vegna endurgreiðslu 
Smelltu hér til að fara inn á innskráningarsíðu fyrir Mínar síður atvinnurekenda

Atvinnurekendur geta veitt starfsmönnum sínum umboð til að fara inn á mínar síður. 

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar varðandi umboð.

Umsjónarmaður greiðslukerfisins er Hafdís Benediktsdóttir netfang: greidslur@vmst.is.

Athugið að fyrirtæki þarf að vera með rafræn skilríki eða Íslykil til að fara inn á mínar síður.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um rafræn skilríki
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Íslykil

Hér eru leiðbeiningar um endurgreiðsluferfli vinnusamninga öryrkja

 

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu