Atvinnurekandi

atvinna

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar starfrækja ráðningarþjónustu, sinna atvinnuráðgjöf og hafa á skrá fjölda hæfra einstaklinga í atvinnuleit. Atvinnuráðgjafar vinnumiðlunar VMST aðstoða atvinnurekendur við að koma lausum störfum á framfæri við atvinnuleitendur, aðstoða við ráðningarferlið og leitast við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem er sniðin að þörfum atvinnurekenda og atvinnuleitenda.

Auglýsa laus störf, leit að starfskrafti

Atvinnurekendur geta auglýst laus störf og fengið aðstoð við leit að starfskrafti hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar með því að fylla út rafrænt eyðublað á heimasíðu stofnunarinnar. Auglýsing birtist samdægurs á vef stofnunarinnar og atvinnuráðgjafi leitar að starfsmanni við hæfi úr hópi atvinnuleitenda á skrá og sendir upplýsingar áfram til atvinnurekenda. Þegar við á hafa atvinnuráðgjafar einnig umsjón með starfsviðtölum. Áhersla er lögð á gott samráð við atvinnurekanda bæði við gerð starfsauglýsingar, miðlun umsækjenda og endurgjöf um niðurstöður atvinnuviðtala og ráðninga.

Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og frjáls félagasamtök geta sótt um vinnumarkaðsúrræði hjá Vinnumálastofnun en með þátttöku getur atvinnurekandi fjölgað starfsmönnum í allt að sex mánuði með því að ráða einstakling af atvinnuleysisskrá. Atvinnurekandi greiðir einstaklingnum laun samkvæmt gildandi kjarasamningum en á móti þeim greiðslum greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekanda styrk samkvæmt gildandi reglum um vinnumarkaðsúrræði ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð. Sjá nánar um vinnumarkaðsúrræði.

Eures

Þjónustuskrifstofur hafa einnig milligöngu vegna atvinnuleitenda af Evrópska efnahagssvæðinu og er samevrópsk vinnumiðlun EURES starfrækt hjá Vinnumálastofnun. Ráðgjafar EURES sinna bæði þjónustu við atvinnuleitendur og atvinnurekendur og veita ráðgjöf um atvinnuleit erlendis.

 

 

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu