Langtímaundanþágur frá atvinnuleyfi

Samkvæmt 22. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga eru tilteknir útlendingar undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi samkvæmt lögunum. Er þeim aðilum því heimilt að starfa hér á landi án takmarkana, þ.e. án þess að þurfa að fá útgefið atvinnuleyfi . Þessum útlendingum er því heimilt að starfa hjá hvaða atvinnurekanda sem er án þess að þurfa að fá útgefið atvinnuleyfi og starfa sem sjálfstætt starfandi einstaklingur kjósi þeir það. Sé atvinnurekandi eða útlendingur í vafa um hvort viðkomandi útlendingur falli undir neðangreindar undanþágur er nauðsynlegt að hafa samband við Vinnumálastofnun til að fá nánari svör.

Eftirfarandi útlendingar eru undanþegnir kröfunni um atvinnuleyfi:


Útlendingar sem falla undir samning um Evrópska efnahagssvæðisins, fríverslunarsamning Evrópu og samnings Íslands, Danmerkur og Færeyja

Hér undir falla ríkisborgarar frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins, ríkjum innan fríverslunarsamnings Evrópu eða frá Færeyjum. 

Smelltu hér til að sjá lista þessara ríkja 

Enn fremur falla hér undir aðstandendur framangreindra ríkisborgara. Til aðstandenda teljast:

  • Maki eða sambúðarmaki útlendings
  • Niðjar útlendings og/eða maka hans yngri en 21 árs eða á framfæri þeirra
  • Ættmenni útlendings eða maka hans, í beinan legg, sem er á framfæri þeirra

Aðstandendur framangreindra ríkisborgara þurfa þó að fá útgefið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun til að dvelja löglega hér á landi. Sjá nánar á heimasíðu Útlendingastofnunar hér .

Útlendingar með ótímabundið dvalarleyfi

Hér undir falla útlendingar sem hafa gilt ótímabundið dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga. Nánari upplýsingar um ótímabundið dvalarleyfi má nálgast á heimasíðu Útlendingastofnunar, sjá hér.

Erlendir makar og sambúðarmakar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að átjan ára aldri

Hér undir falla makar og sambúðarmakar íslenskra ríkisborgara sem veitt hefur verið dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar eða sambúðar samkvæmt lögum um útlendinga. Enn fremur börn þeirra upp að átján ára aldri sem eru í forsjá og á framfæri þeirra.

Nánari upplýsingar um rétt til fjölskyldusameiningar má nálgast á heimasíðu Útlendingastofnunar, sjá hér

Með vísan til 22. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga eru umsækjendur um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar undanþegnir kröfunni um atvinnuleyfi sem makar EES-ríkisborgara og íslenskra ríkisborgara. Umsækjendum er því heimilt að hefja störf á innlendum vinnumarkaði meðan umsókn um dvalarleyfi er til úrvinnslu hjá Útlendingastofnun

Útlendingur sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar

Hér undir falla útlendingar sem hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga. Enn fremur útlendingar sem koma hingað til lands í boði stjórnvalda sem flóttafólk, þ.e. kvótaflóttamenn.

Sjá frekari upplýsingar um alþjóðlega vernd hér.

Útlendingar í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja

Hér undir falla þeir útlendingar sem koma hingað til lands í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja s.s. þjónustufólk á heimili sendiherra, bílstjórar sendiherra og barnfóstra barna sendiherra.

Útlendingar sem voru íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu en hafa misst íslenskan ríkisborgararétt sinn

Útlendingar sem voru íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu en hafa misst íslenskan ríkisborgararétt sinn


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni