Leiðbeiningar við útfyllingu staðfestingu á starfstímabili

Nú geta atvinnurekendur útfyllt Staðfestingu á starfstímabili (áður Vottorð vinnuveitenda) rafrænt í gegnum mínar síður atvinnurekanda.

Atvinnurekandi fer inn á mínar síður í gegnum www.vmst.is með Íslykli.

Hér er myndband með leiðbeiningum um hvernig á að staðfesta starfstímabil í gegnum mínar síður atvinnurekenda

Hér er myndband um það hvernig atvinnurekendur veita umboð:

Atvinnurekendur fylla út og skila staðfestingum rafrænt í gegnum mínar síður og þar geta þeir einnig skoðað útfylltar staðfestingar. Þeir fá svo tilkynningu þegar staðfesting hefur verið móttekin hjá VMST.

Það verður áfram hægt að að skila staðfestingu á pappír eða í tölvupósti. 
Hér er hægt að nálgast eyðublaðið í pdf formi:
Staðfesting á starfstímabili/Vottorð vinnuveitanda


Upplýsingar um starfstímabil og starfshlutfall

Réttur launafólks til atvinnuleysistrygginga miðast við starfstímabil og starfshlutfall síðustu 12 starfsmánuði fyrir skráðan atvinnuleysisdag. Því þarf að skrá á vottorðið allt að 12 mánaða vinnu á sl. 36 mánuðum fyrir fyrsta skráða atvinnuleysisdag og skal það aðgreint eftir starfshlutfalli og/eða rofi á starfstímabilum ef um slíkt er að ræða.

* Réttur námsmanna sem hafa lokið námi, til atvinnuleysistrygginga, miðast við síðustu 12 mánuði sem umsækjandi hefur starfað að innlendum vinnumarkaði á síðustu 84 mánuðum frá móttöku umsóknar.

Orlof skal telja með sem vinnutíma


Upplýsingar um starfslok

Sjö valkostir eru gefnir upp á eyðublaðinu. Einnig er hægt að skrifa nánari skýringu vegna starfsloka ef þörf er á viðbótar skýringum.

Ef launamaður átti ótekið orlof þarf að gefa upp fjölda daga sem voru óteknir.

Ef launamaður fékk greiðslur vegna starfsloka, þarf að gefa upp upphæðina og/eða fjölda mánaða sem viðkomandi var á launum eftir að hann lét af störfum.


Upplýsingar um greiðslur til stéttarfélaga og lífeyrissjóða

Gefa þarf upp til hvaða stéttarfélags viðkomandi greiddi félagsgjöld, sem og lífeyrissjóð og séreignasjóð ef um slíkt var að ræða.


Athugið að allar upplýsingar um starfstíma eru sannreyndar með samkeyrslu við staðgreiðsluskrá skattsins.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni