Skerðing atvinnuleysisbóta

Þegar samanlagðar tekjur af hlutastarfi og atvinnuleysisbætur eru hærri en sem nemur óskertum rétti til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki skal skerða atvinnuleysisbætur um helming þeirra tekna sem umfram eru. Hið sama gildir um tekjur fyrir tilfallandi vinnu, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur.

Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem hinn tryggði hefur haft á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur, sætir biðtíma eða viðurlögum skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

 • Athygli er vakin á að umsækjendur um atvinnuleysistryggingar þurfa að gera grein fyrir öllum þeim tekjum sem þeir kunna að hafa á sama tíma og þeir eru á atvinnuleysisbótum, einnig ef tekjur eru lægri en frítekjumark.

Frítekjumark vegna tekna samhliða atvinnuleysisbótum er 86.114 kr.

 Skerðing atvinnuleysisbóta er á eftirfarandi hátt:

Atvinnuleitandi er í hlutastarfi - Atvinnuleysisbætur skerðast um starfshlutfall og um helming samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Tekjur vegna tilfallandi vinnu - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að hluta - Atvinnuleysisbætur skerðast um hlutfall óvinnufærni skv. læknisvottorði og helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur úr sjúkrasjóðum og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Fjármagnstekjur (t.d. húsaleigutekjur, vaxtagreiðslur, arður) - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (fjármagnstekjur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Aðrar greiðslur sem umsækjandi fær samhliða atvinnuleysisbótum og eru til framfærslu umsækjanda -Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur sem eru til framfærslu og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Verktakavinna

 • Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar þá daga sem þú sinnir verktakavinnu.
 • Ef þú ætlar að taka að þér verkefni sem verktaki þarft þú að tilkynna um þá daga í gengum Mínar síður þá daga sem verkefni stendur yfir. 
 • Tilkynningin þarf að eiga sér stað áður en verkefnið hefst.
 • Farir þú í verktakavinnu þarftu að tilkynna það þann dag sem þú sinnir verkefninu jafnvel þó vinnan við það vari minna en 8 klst.
 • Ekki er heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu.
 • Sbr. umsækjandi sem kennir 2 x 2 klst. í viku = afskráning í 2 daga.

  

 • Umönnunarbætur barna.
 • Styrkir úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem ekki eru ætlaðir til framfærslu hins tryggða sbr. styrkir til líkamsræktar, námskeiða o.s.frv.
 • Styrkir úr opinberum sjóðum eða sambærilegum sjóðum sem hinn tryggði fær til þróunar eigin viðskiptahugmyndar.
 • Séreignarsparnaður.
 • Uppgjör síðasta launagreiðanda nema ef um uppgjör á orlofi er að ræða og umsækjandi hefur ekki ráðstafað óteknu orlofi.
 • Aðrar greiðslur sem eru greiddar fyrir tímabil sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
 • Arfur.
 • Slysa- og sjúkrabætur sem greiddar eru fyrir slys/veikindi á tímabili sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
 • Félagslegir styrkir frá sveitarfélögum.
 • Mæðra- og feðralaun.
 • Barnalífeyrir.


Jafnframt segir í 36. gr. laga nr. 54/2006:


„Þegar um er að ræða aðrar áður ótaldar greiðslur sem ekki eru ætlaðar til framfærslu hins tryggða skal Vinnumálastofnun meta í hverju tilviki hvort þær skuli koma til frádráttar atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr.“

 • Endurhæfingarlífeyrir.
 • Foreldragreiðslur vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.
 • Slysadagpeningar skv. lögum um almannatryggingar (TR).
 • Sjúkradagpeningar skv. lögum um sjúkratryggingar (TR).
 • Sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að fullu.
 • Fæðingarorlofsgreiðslur.
 • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.
 • Námslán.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni