Staðfesting á atvinnuleit

Staðfesta þarf atvinnuleit 20. - 25. dags hvers mánaðar. Atvinnuleit er staðfest frá "Mínar síður".

  • Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit frá 20. - 25. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrsta virka dag í mánuði.
  • Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit sína milli 26. og 3. næsta mánaðar eru ekki afgreiddar fyrr en 5 virkum dögum eftir mánaðamót.
  • Greiðslur til umsækjanda sem staðfesta atvinnuleit sína eftir 3. næsta mánaðar greiðast með útborgun næstu mánaðarmót

Við staðfestingu á atvinnuleit er umsækjandi að staðfesta að hann sé enn án atvinnu og í virkri atvinnuleit. Við staðfestingu er hægt að koma nauðsynlegum upplýsingum til Vinnumálastofnunar t.d. um tilfallandi vinnu eða hlutastarf.

Þeir sem ekki staðfesta atvinnuleit á tilsettum tíma eru afskráðir.

Hér er skýringarmynd varðandi staðfestingu á atvinnuleit:

Stadfesting atvinnuleitar

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni