Markmið

Markmið ráðningarstyrks er að aðstoða atvinnurekendur við að fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun. Með fjárstyrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði er atvinnurekendum gert auðveldara fyrir að ráða nýtt starfsfólk um leið og atvinnuleitendur fá tækifæri til komast aftur út á vinnumarkað. Hámarkslengd samnings er 6 mánuðir.

Skilyrði

Atvinnurekandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:

Ráðningarstyrkur þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar, starfsmaður er ráðinn sem launamaður.

A.m.k. einn starfsmaður verður að vera á launaskrá í hlutaðeigandi fyrirtæki / stofnun áður en sótt er um ráðningu með styrk.

Hlutaðeigandi fyrirtæki / stofnun má ekki hafa sagt upp starfsfólki síðustu sex mánuði í þeim tilgangi að ráða í staðinn inn starfsfólk með styrk.

Atvinnuleitandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:

Atvinnuleitandi þarf að vera á skrá sem umsækjandi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. 3 mánuði eða hafa áður nýtt 3 mánuði af núverandi bótatímabili.

Framkvæmd

Atvinnurekandi sækir um ráðningarstyrk með því að fylla út meðfylgjandi umsóknareyðublað. Smelltu hér til að nálgast umsóknareyðublaðið. 

Einnig þarf atvinnurekandi að skrá starf á vef Vinnumálastofnunar, sjá nánari leiðbeiningar um hvernig starf er auglýst með því að smella hér. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: 

 • Staðgreiðsluskilagreinar síðustu 6 mánaða.
 • Yfirlit yfir skuldastöðu fyrirtækis við ríkissjóð

  Fylgigögn má nálgast hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra eða sýslumönnum. Ef um opinbera aðila er að ræða nægir að skila útfylltri umsókn og skrá starf.

  Umsókn um ráðningarstyrk og fylgigögn skal senda á vinnumidlun@vmst.is fyrir höfuðborgarsvæðið eða á viðkomandi þjónustuskrifstofu. Smelltu hér til að velja þína þjónustuskrifstofu.

Ráðning og samningstímabil: 

 • Atvinnuleitandi hefur ekki störf fyrr en búið er að ganga frá þríhliða samningi um ráðningarstyrk við atvinnuráðgjafa Vinnumálastofnunar.
 • Skila þarf inn afriti af undirrituðum ráðningarsamningi milli atvinnurekanda og starfsmanns sem uppfyllir ákvæði viðeigandi kjarasamninga.
 • Hámarkslengd samnings er 6 mánuðir nema í þeim tilfellum þar sem atvinnuleitandi er með skerta starfsgetu. Í samráði við ráðgjafa Vinnumálastofnunar er hægt að endurskoða lengd samnings 
  í slíkum tilvikum.
 • Almennt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli þegar um ráðningarstyrk er að ræða.
 • Samningur og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af 
  einhverjum orsökum á gildistíma samningsins.
 • Tímabil ráðningar með styrk hjá atvinnuleitanda telst ekki til ávinnslutímabils.
 • Atvinnuleitandi er afskráður af atvinnuleysisskrá á meðan á ráðningartímabili stendur.
   

Greiðslur

Greiðsla til fyrirtækis tekur mið af því hvað atvinnuleitandi hefur verið lengi á skrá.  

 • Ef atvinnuleitandi hefur verið í 3 – 12 mánuði á skrá fær atvinnurekandi 50% grunnatvinnuleysisbóta ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í styrk.
 • Ef atvinnuleitandi hefur verið 12 mánuði eða lengur á skrá fær atvinnurekandi 100% grunnatvinnuleysisbóta ásamt 11,5% mótframlagi í lifeyrissjóð í styrk.

Dæmi: 

Atvinnuleitandi sem hefur verið 4 mánuði á skrá:  

Upphæð mánaðarlegs fjárstyrks: kr. 161.402.- miðað við 100% starf.  

Atvinnuleitandi sem hefur verið 13 mánuði á skrá:  

Upphæð mánaðarlegs fjárstyrks: kr. 322.804.- miðað við 100% starf. 

Greiðslur er hægt að innheimta mánaðarlega eða í einu lagi í lok tímabils. 
Skilyrði fyrir greiðslu frá VMST er að reikningur berist frá atvinnurekanda númeraður úr bókhaldi fyrirtækisins/stofnunarinnar og sé án VSK. 

 

Atvinnurekandi sendir reikning til Atvinnuleysistryggingasjóðs:  

Atvinnuleysistryggingasjóður 
(kt. 430169-3949) 
Kringlan 1 
150 Reykjavík 

 

Eða á netfangið: 
jongeir.hlinason@vmst.is 

Reikningur skal vera í samræmi við efni samningsins. 

 

Á reikningnum skal koma fram: 

 1. Nafn atvinnuleitanda.
 2. Tímabil samnings.
 3. Kjarasamningur sá sem laun eru tekin eftir eða miðuð við.

 

Afrit launaseðils skal fylgja reikningi og staðfesting úr banka um að laun hafi verið greidd inn á reikning starfsmanns. 

 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni