Almennt um atvinnuleyfi útlendinga

Um atvinnuréttindi útlendinga á Íslandi gilda lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga og reglugerð nr. 339/2005 um atvinnuréttindi útlendinga. Um réttindi útlendinga til að dveljast hér á landi gilda lög nr. 80/2016 um útlendinga. Frekari upplýsingar um dvalarréttindi útlendinga má nálgast á vefsíðu Útlendingastofnunar.

Hvenær þarf ekki að sækja um atvinnuleyfi vegna útlendings?

Í ákveðnum tilfellum er útlendingur undanþeginn kröfunni um atvinnuleyfi. Undir þá undanþágu falla meðal annars ríkisborgarar ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA ríkis og Færeyja. Sjá nánar um langtímaundanþágur frá atvinnuleyfi hér.

Smelltu hér til að sjá hvaða ríkisborgarar eftirtalinna ríkja eru undanþegnir atvinnuleyfi.

Sjálfboðaliðar 

Almennt teljast öll störf og atvinnugreinar á Íslandi falla undir kjarasamninga. Sjá nánar á vefsíð ASÍ hér. Sjálfboðavinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, stenst hvorki kjarasamninga né lög. Atvinnurekendum er því óheimilt að láta sjálfboðaliða sinna störfum sem almennt er greitt fyrir á innlendum vinnumarkaði. Á Íslandi telst eingöngu heimilt að sinna sjálfboðaliðastörfum ef um er að ræða frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðarstarfsemi, menningar- eða mannúðarstarfsemi sem ekki er rekin í hagnaðarskyni auk þess að vera undanþegin skattskyldu skv. 4. gr. laga um tekjuskatt. Ráðningarsamningar sem kveða á um óhagstæðari kjör en samkvæmt kjarasamningum, teljast ógildir. Fyrir frekari upplýsingar og aðstoð hvað varðar framangreint skal hafa samband við viðeigandi stéttarfélag. 

Auk framangreinds þurfa sjálfboðaliðar með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkjanna og Færeyja að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun í samræmi við skilyrði 67. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, óháð lengd dvalar á Íslandi. Nánari upplýsingar um dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða má finna á vefsíðu Útlendingarstofnunar hér. 

Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins 

Leiðsögumenn 

Vinsamlegast athugið að leiðsögumenn falla ekki undir undanþágu 23. gr. laganna og þurfa leiðsögumenn með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins að sækja um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi vegna starfa sinna á Íslandi. Það sama gildir um aðra starfsmenn í ferðaþjónustu sem ekki eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi og sinna störfum sem almennt teljast falla innan íslenskra kjarasamninga og íslensks vinnumarkaðar. 

Hópstjórar 

Hópstjórum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fylgja hópum ferðamanna til og frá landinu falla undir undanþáguákvæði laganna vegna skammtímavinnu og er heimilt að vera við störf hér á landi í allt að 90 daga vegna viðskiptaerinda.  

Hlutverk hópstjóra er einkum að fylgja hópnum til og frá landi og er í forsvari s.s. gangvart leiðsögumanni og öðrum innlendum þjónustuaðilum. 

Þar sem um undanþáguákvæði er að ræða er nauðsynlegt að tilkynna um komu hópstjóra áður hann kemur til landsins. Með tilkynningu um komu þarf að skila inn upplýsingum um þá ferðaskrifstofu og/eða leiðsögumann sem mun annast leiðsögn hér á landi. 

Hafa samband

Þurfir þú frekari leiðbeiningar má hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið atvinnuleyfi@vmst.is eða á símatíma atvinnuleyfa. Yfirlit símatíma má finna hér.


Skammtímavinna undir 90 dögum á ári

Í vissum tilvikum geta störf útlendinga fallið undir undanþágu 23. gr. laganna og þurfa þá ekki útgefið atvinnuleyfi heldur er nægjanlegt að senda rafræna tilkynningu til Vinnumálastofnunar. Upplýsingar um undanþáguna má finna hér.

Ef tilkynning hefur ekki verið send til stofnunarinnar telst einstaklingur ekki undanþeginn atvinnuleyfi þar sem ákvæði 23. gr. laganna teljast ekki uppfyllt.

Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

Vinnumálastofnun vekur jafnframt athygli á því að einstaklingum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er bannað að starfa hér sem sjálfstætt starfandi einstaklingar skv. 6. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Tímabundin atvinnuleyfi:

Atvinnurekandi sem vill ráða til starfa útlending sem er ríkisborgari frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkis eða Færeyja skal sækja um og vera búinn að fá útgefið atvinnuleyfi áður en útlendingur hefur störf. Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga eru til staðar 7 ólíkar tegundir af tímabundnum atvinnuleyfum, en þau eru:


Nánari upplýsingar um hverja tegund tímabundins atvinnuleyfis og umsóknarferlið má nálgast hér

Hvert skal skila umsókn?

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skilað til Útlendingastofnunar, Dalvegi 18, 201 Kópavogi eða viðeigandi skrifstofu sýslumannsembættanna utan höfuðborgarsvæðisins. Hagkvæmast er að slíkri umsókn sé skilað inn á sama tíma og sótt er um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferli vegna dvalarleyfis hér.

Að hefja störf áður en atvinnuleyfi er gefið út

Hefji útlendingur störf áður en atvinnuleyfi er veitt skv. framangreindum lögum,  kann það að leiða til synjunar á umbeðnu leyfi sem og að slíkt athæfi getur varðar sektum eða fangelsi í allt að tvö ár fyrir hvort tveggja atvinnurekanda og þann útlending sem í hlut á. Á þetta við óháð því hvort áætlað sé að viðkomandi muni starfa hér á landi í skemmri eða lengri tíma.

Frá framangreindu eru þröngar undanþágur. Hægt er að sækja um   fyrir umsækjanda á grundvelli 8. gr. laganna um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Þá getur einstaklingur sem hefur gilt dvalarleyfi og sækir um atvinnuleyfi hjá nýjum atvinnurekanda óskað eftir undanþágu til að hefja störf á úrvinnslutíma umsóknar um atvinnuleyfi sbr. 16. gr. sbr. 5. mgr. 19. gr. laganna. Um er að ræða þrönga undanþágu frá meginreglu laganna og skal beina skriflegri beiðni þar að lútandi til Vinnumálastofnunar

Nánari upplýsingar

Sé þörf á nánari upplýsingum eða leiðbeiningum en finna má á vef stofnunarinnar má senda erindi á netfangið atvinnuleyfi@vmst.is eða hafa samband á símatíma.

Yfirlit yfir símatíma má finna hér.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni