Um atvinnuréttindi útlendinga á Íslandi gilda lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendingaog reglugerð nr. 339/2005 um atvinnuréttindi útlendinga. Um réttindi útlendinga til að dveljast hér á landi gilda lög nr. 96/2002 um útlendinga. Frekari upplýsingar um dvalarréttindi útlendinga má nálgast á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Tímabundin atvinnuleyfi:

Atvinnurekandi sem vill ráða til starfa útlending sem er ríkisborgari frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkis eða Færeyja skal sækja um og vera búinn að fá útgefið atvinnuleyfi áður en útlendingur hefur störf. Hefji útlendingur störf áður en leyfið er veitt kann það að leiða til þess að umsókn atvinnurekanda er hafnað sem og slíkt getur varðar sektum eða fangelsi í allt að tvö ár fyrir atvinnurekanda og útlending. Umsókn um atvinnuleyfi skal leggja fram, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, hjá Útlendingastofnun sem kemur umsókninni áfram til Vinnumálastofnunar séu skilyrði fyrir útgáfu dvalarleyfis til viðkomandi útlendings uppfyllt.

Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga eru til staðar 7 ólíkar tegundir af tímabundnum atvinnuleyfum, en þau eru:

  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli
  • Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna
  • Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna náms
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamnings eða samstarfssamnings um kennslu-, fræði- eða vísindastörf.

Nánari upplýsingar um hverja tegund tímabundins atvinnuleyfis og umsóknarferlið má nálgast hér.

Vakin er athygli á því að þegar sótt er um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki þá er nauðsynlegt að auglýsa starf hjá Vinnumálastofnun og í gegnum vinnumiðlun Eures í tengslum. Hægt er að skrá auglýsingu á mínum síðum atvinnurekenda.

Umsóknir um tímabundin atvinnuleyfi skal leggja fram hjá Útlendingastofnun ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Hagkvæmast er að slíkri umsókn sé skilað inn á sama tíma og sótt er um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferli vegna dvalarleyfis hér.

Í hvaða tilvikum þarf ekki að sækja um atvinnuleyfi vegna útlendings:

Í ákveðnum tilfellum er útlendingur undanþeginn kröfunni um atvinnuleyfi. Undir þá undanþágu falla meðal annars ríkisborgarar ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA ríkis og Færeyja. Sjá nánar um langtímaundanþágur frá atvinnuleyfi hér.

Í ákveðnum tilfellum er útlendingi heimilt að dvelja og starfa hér á landi í allt að 90 daga á ári án atvinnuleyfis. Atvinnurekanda sem hyggst nýta þessa undanþágu er skylt að tilkynna um fyrirhuguð störf útlendingsins til Vinnumálastofnunar áður en hann hefur störf. Sjá nánar um tilkynningarskylduna og rafræna tilkynningarformið hér.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu