Námsmenn eru ekki tryggðir samkvæmt lögum um
atvinnuleysistryggingar, nema þegar námið er hluti vinnumarkaðsaðgerða samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar.

Umsækjanda um atvinnuleysisbætur er heimilt að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 10 ECTS-einingum á námsönn enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

  • Umsækjandi skal upplýsa Vinnumálastofnun um námið og leggja fram leggja fram staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun um námshlutfallið.

Vinnumálastofnun skal meta sérstaklega hvort umsækjandi um atvinnuleysisbætur geti talist tryggður samkvæmt lögum þessum þegar hann hefur stundað nám með starfi sínu sem hann missti og námið er ekki lánshæft samkvæmt reglum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Umsækjandi um atvinnuleysisbætur sem hefur verið skráður í nám á síðustu námsönn án þess að hafa sannanlega lokið náminu og hyggst halda námi áfram á næstu námsönn telst ekki vera í virkri atvinnuleit í námsleyfi samkvæmt kennslu- og/eða námskrá hlutaðeigandi skóla. Hið sama gildir um námsmenn sem skipta um skóla milli námsanna eða fara milli skólastiga.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.