Auglýsa starf

Atvinnurekendur geta auglýst eftir starfskrafti hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar með því að fara á mínar síður Atvinnurekenda með íslykli og fylla út starfsauglýsingu. Auglýsing  birtist samdægurs á vef stofnunarinnar og atvinnuráðgjafi leitar að starfsmanni við hæfi og sendir  nokkrar umsóknir. 

Atvinnurekendur geta veitt starfsmönnum sínum umboð til að fara inn á mínar síður. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar varðandi umboð.

Hér eru myndbönd sem sýna hvernig á að auglýsa starf og vegum Vinnumálastofnunar og svo annað myndband um ráðningarferlið.

Ráðningarferlið: Vinnumálastofnun býður upp á ýmis vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki geta sótt um styrk til að þjálfa nýja starfsmenn úr röðum atvinnuleitenda. Vinnumarkaðsúrræði er samstarf milli Vinnumálastofnunar og fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana eða frjálsra félagasamtaka sem eiga þess kost að ráða atvinnuleitendur með stuðningi Atvinnuleysistryggingasjóðs.  Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um vinnumarkaðsúrræði. Atvinnuleitendur búa yfir margvíslegri reynslu, þekkingu og hæfni og ættu flest fyrirtæki að geta fundið starfsmenn við hæfi.
Helstu skilyrði fyrir ráðningu einstaklings í vinnumarkaðsúrræði eru að fyrirtækið þarf að vera skráð og í öruggum rekstri og hafi ekki sagt upp starfsmönnum síðustu mánuði.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.