Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja ráða öryrkja og atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Þjónustan er margþætt og fer eftir þörfum atvinnurekenda sem og atvinnuleitenda, sem óska eftir störfum á almennum vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og hafa ferlið einfalt og þægilegt í sniðum.
Við þjónustum breiðan hóp atvinnuleitenda með mismikla vinnufærni, reynslu og menntun.
Þjónustan hefur notið mikillar velgengni um árabil og hafa myndast árangursrík samskipti við ótal fyrirtæki, ríkisstofnanir og sveitarfélög.
Ávinningurinn er mikill og allir aðilar hagnast – fjárhagslega, faglega og félagslega.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: ams@vmst.is eða hringt í síma 515 4800