Reglugerðarbreyting vegna breytinga á fjárhæðum fyrir sorgarleyfi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks á árinu 2024.
Samkvæmt reglugerð nr. 1466/2023 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur um sorgarleyfi til foreldra sem verða fyrir barnsmissi frá og með 1. janúar 2024 eða síðar:
- Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 600.000 kr. á mánuði.
- Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna hækkar í 160.538 kr. á mánuði. (Foreldrar í 25-49% starfi)
- Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna hækkar í 222.494 kr. á mánuði. (Foreldrar í 50-100% starfi)
Samkvæmt reglugerð nr. 1466/2023 eru greiðslur sorgarstyrks til foreldra sem verða fyrir barnsmissi frá og með 1. janúar 2024 eða síðar:
- Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna hækkar í 97.085 kr. á mánuði. (Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli)
- Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna hækkar í 222.494 kr. á mánuði. (Foreldrar í fullu námi)
Þá verða ekki breytingar á greiðslum til foreldra barna sem urðu fyrir barnsmissi fyrir gildistöku reglugerðarinnar.
Tengill á reglugerð nr. 1466/2023; stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=1462279d-5c55-4339-b9ce-7195912789dd