Stjórnsýsla fæðingar - og foreldraorlofsmála

Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 fer félags- og vinnumálaráðherra með yfirstjórn fæðingar- og foreldraorlofsmála.

Fæðingarorlofssjóður er í vörslu Vinnumálastofnunar sem sér um reikningshald og daglega afgreiðslu sjóðsins í umboði ráðherra. Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur til foreldra sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi en auk þess annast sjóðurinn greiðslu fæðingarstyrkja til foreldra utan vinnumarkaðar og í námi.

Fæðingarorlofssjóður er fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins en fæðingarstyrkir eru fjármagnaðir með framlagi úr ríkissjóði. Kostnaður af rekstri sjóðsins á að greiðast af tekjum hans. Ráðherra skal gæta þess að sjóðurinn hafi nægilegt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og gerir sjóðurinn árlega fjárhagsáætlun sem ráðherra leggur fyrir fjármálaráðherra við undirbúning fjárlaga.

Starfsemin

Megin verkefni Fæðingarorlofssjóðs er að ákvarða og annast greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk sem og að veita ráðgjöf og upplýsingar um réttindi foreldra til greiðslna.

Þá hefur sjóðurinn umsjón með ættleiðingarstyrkjum og veitir upplýsingar um foreldraorlof. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni